Saga - 1977, Page 84
78
BERGSTEINN JÓNSSON
Vefnaður Jóns eftir veturinn er alls 48 álnir af ferns
konar gerð. Þar af óf hann sjálfur í Mjóadal 33 álnir, 5*4
úr hverju pundi ullar. Það sem þar var umfram var ofið
fyrir hann í Mjóadal, á Eyjardalsá og í Brennu. — Þá voru
tættir heilsokkar, „alls 22 pör“, á Jarlsstöðum þennan vet-
ur. Fyrir bókband fékk Jón greidda 15rd, en hagnaður af
því telst honum til að orðið hafi 7rd42sk.
Föstudaginn 2. maí „gekk ég úr Mjóadal og heim frá
því að reka gemsa mína. Var þrjár nætur í burtu [á]
Stóru[völlum], Mýri og Mjóadal ... “ Um þessar mundir
var „norðan þoka og hríð; síðan bjart veður og lítil sól-
bráð.“
Þá segir frá því, er Jón fór 12. maí suður í Sigurðar-
staði og sauð þar saman 20 Ijáaefni.
Vinnuhjúaskipti urðu þetta vor á Jarlsstöðum. „Fór Þor-
gerður með son sinn Sofonías alfarin héðan inn í Eyja-
fjörð.“ Ekki getur þess frekar hver þau voru þessi mæðg-
in, en að Jarlsstöðum komu þetta vor Indriði Sigurðsson
vinnumaður frá Mýri og Helga Einarsdóttir frá Græna-
vatni, vinnukona. Þá kom þangað í húsmennsku Helga
Jónsdóttir. — Á vinnuhjúaskildaga, 14. maí, bar fyrsta
ærin á Jarlsstöðum vorið 1862.
Engin deili segir Jón á hinum nýju hjúum sínum og
heimamönnum. En vissar upplýsingar má það veita um
Indriða vinnumann, að laugardaginn 17. maí, tveimur dög-
um eftir að hann kemur að Jarlsstöðum, skrifar Jón bréf
fyrir hann til föður hans. Daginn þar á eftir var Indriði
sendur að Mjóadal í skiptum fyrir Gísla Jónsson, sem
„verður hjá mér þ[essa] viku í staðinn Indr. að búa undir
baðst[ofu]byggingu.“ Reyndar skauzt Jón fyrst að Ljósa-
vatni á þing, en síðan tóku þeir bræður til við baðstofu-
bygginguna. Þá daga var veður „oftar á norðan með þoku
og rigningu,“
Mánudaginn 26., þegar Indriði var nýkominn aftur frá
Mjóadal, var hann sendur „inn á Akureyri eftir borðum.“
Næsta dag var byrjað að vinna á túnum.