Saga - 1977, Side 85
PEÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU
79
Frá og með þessu ári verða búreikningar Jóns fyrirferð-
armiklir og ýtarlegir. Er rétt í eitt skipti að rekja þá nokk-
uð, þó að stikla verði einungis á hinu stærsta.
Útgjöldum sínum skiptir Jón í 14 kafla, sem hann merk-
ir rómverskum tölum. Hver kafli skiptist síðan í 1—10 liði.
I. Matvara er í 5 liðum, samtals 57rd52sk. Er það álitleg-
ur hluti allra útgjaldanna, 340rd. Fyrsti matvöruliðurinn
og langþyngstur á metum er kornmatur, 5 tunnur á sam-
tals 43rd24sk. — Þá er danskt brauð og 6 pd. af hrísgrjón-
um á 2rd; 5 skeffur af jarðeplum á lrd84sk; hákarl og fiskur
harður og blautur, á 9rd8sk. Loks er slátur og smjör fyrir
lrd32sk.
II. Munaðarvara. Þar til teljast 8 pd. af sykri, 4 af kaffi,
5 af malti og 1 af sjókólaði, alls á 4rd50sk; 161/2 pottur af
áfengi, mest brennivíni, á 2rd; og kandís, rúsínur og krydd
á 48sk. — Alls 7rd8sk.
III. Kramvara skiptist í 10 liði og er alls keypt fyrir
28rd7sk. Þar má nefna: Stundaklukka á 7rd; til ljósa 6 pt.
af lýsi, ljósagarn, lampa- og ljósapípur á 3rd; litarefni fyr-
ir lrd75sk; höfuðfat, tau, léreft og fleira til sauma fyrir
5rd80sk; skriffæri 16sk; kaffitau og leirtau á lrd32sk; saum-
ur og gluggarúður á 2rd36sk; sápa og ullarkambar á lrd;
verkfæri til smíða fyrir 5rd8sk.
IV. Hirzlur. Kommóða á 9rd; kisturæfill á lrd32sk, alls
10rd32sk.
V. Kol, járn og salt, alls á 4rd10sk.
VI. Trjáviður fyrir alls 32rd32sk. Hér er m.a. talað um
>.spýtnarusl“ og „hurðarræfil".
VII. Búshlutir ýmislegir. Hér er m. a. um að ræða bús-
°S eldhúsgögn eins og kerald, trog, kollur, fötur og spaða;
sængurfatadún, reipi, klyfbera, meljur og ýmiss konar
amboð. Alls er þetta 18rd74sk.
VIII. 1 fríSu. — 1) 3 hross (2 hestar á 10 spesíur hvor,
1 meri á 4 spesíur). — 2) 4 ær um fráfærur með lömbum,
26rd48sk. — 3) 2 kindur veturgamlar um haust, 10rd. —
4) 2 lömb. — Alls urðu þetta 86rd48sk.