Saga - 1977, Page 87
PRÁ SAUÐPJÁRBÚS KAP TIL AKURYRKJU 81
Sunnudaginn 1. júní voru Jarlsstaðahjón við messu og
til altaris. Næsta sunnudag, hvítasunnudag, var fermt á
Lundarbrekku, og á annan í hvítasunnu fóru hjónin með
Helgu dóttur sína til kirkju. Að svo búnu héldu þau öll
fram í Mjóadal. Var Jón þar tvær nætur að því sinni og
rúði gemsa sína. Sigurbjörg var nokkrum dögum lengur,
en Helga þó lengst.
I nokkra daga var Helga Jónsdóttir, húskona á Jarls-
stöðum, á grasafjalli fyrir þau Jón. En vegna lasleika litlu
Helgu í Mjóadal, varð hún að koma úr heiðinni og fara
þangað.
Mánudaginn 16. júní setur Jón niður kartöflur, en ekki
getur hann hve mikið það var. Framan af mánuðinum
höfðu verið sunnan þíðviðri og vatnavextir, en upp úr
miðjum mánuði er hann öðru hvoru á norðan með rign-
ingu. Hefur það komið sér illa á Jarlsstöðum, því að þar
var verið að rýma gamla baðstofu og rífa, en ganga frá
nýrri. Var meira að segja þrumuveður föstudaginn 27.,
þegar baðstofan var reist „og nærþak sett.“
„Þennan mánuð hafa gengið megn kvefveikindi og marg-
ir dáið, — 6 hér í sókninni.“
.Um fráfærur 1862 eru sauðkindur á Jarlsstöðum orðn-
ar 97; þar af áttu hjúin tvær ær og tvö lömb. Geitur eru
þá 2, hross 8, kýr 1. „Og menn eru 5.“
1 júlíbyrjun er flutzt í nýju baðstofuna. Eru þá einlæg-
ar þurrkleysur. „Kuldar og bleytur, svo snjóaði í fjöll.“
Enn fór Helga húskona á grasafjall, en heimamenn
héldu áfram að hressa við byggingar. Einn dag er Jón í
Stóraási „að reisa baðstofu." En föstudaginn 17. júlí byrj-
ar hann heyskap „úti og uppi í Torfum.“ Var þar slegið
votaband og það flutt heim til þurrkunar. Síðar í júlí fer
Jón í kaupstað með vörur, en er fljótur í förum. Enn síðar
fór hann í „Stóruvelli með kom til mölunar."
Eftir langvinnar rigningar og kulda koma góðir þurrkar
29., 30. og 31. júlí, „og fékk eg 30 bagga.“
Túnasláttur hefst ekki fyrr en 4. ágúst. Hinn 7. gerði
6