Saga - 1977, Page 89
PRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 83
tíundar: Ær 20, geitur 2, veturg. 18. — Kýr 1. Hestar 2.
— Hross 1. — Tíundin varð 7 hundruð, en útsvar 56 fiskar
— 6rd80sk.“
Á allraheilagramessu 1862, laugardaginn 1. nóv., dró til
ánægjulegra tíðinda á Jarlsstöðum: ,,Kristb[jörg] á
Stóruv[öllum] sótt til yfirsetu. Eignaðist ég son. Á
þriðjud. sótti eg prestinn að skíra. Nefndist Jón eftir afa
mínum.“ — Þá er ljóst, að Jón sá, sem í fyllingu tímans
gerði garðinn frægan við Garðar í Norður Dakota, var
heitinn eftir langafa sínum, Jóni ríka á Mýri, en ekki í
höfuðið á afa sínum í Mjóadal.
Árið 1863 hefur Jón þann hátt á, að hann skiptir færsl-
um sínum í vikur eftir misseratali. Hefst árið með 11. viku
vetrar: „Þessa viku gengu norðan hríðar síðan fyrir nýár.
Ám gefið allt að hálfri gjöf. Á mánudaginn fór Indriði
eftir nauti fyrir mig út í Eyjard[alsá]. Á föstudaginn gerði
blota, svo skepnur fengu betri jörð. Látum hálfa gjöf
meðan gott er.“
Snemma í febrúar hafði Jón skipti á Indriða og Gísla
bróður sínum, sem smíðaði með honum vefstól.
Á föstudag og laugardag í 17. viku „var bezti sunnan-
þeyr; síðan hægviðri alla vikuna og frægasta ísafæri." Þá
fyrst fór Gísli á sunnudegi, en Indriði kom aftur á þriðju-
degi. Fór hann þá rakleitt að Draflastöðum „eftir spýtum,
er faðir minn leggur hér til húsa.“
Nærri má geta, að ekki hefur nýi vefstóllinn lengi stað-
ið auður. Mánudaginn í 17. vikunni „rakti eg í vef, er eg
tek af þeim í Hrappstaða[seli] til vefnaðar.“
1 18. vikunni kom Arngrímur Gíslason málari „og var
hér 2 daga að taka mynd af mér.“ Samkvæmt ársreikn-
ingi fékk Arngrímur 2rd fyrir vikið.1)
Þriðjudaginn í 20. viku vetrar „fór Indriði ofan í Hverfi
eftir fiski fyrir mig. Kom heim á föstud.“ Sunnudaginn
]) Arngrímur Gíslason málari (1829—87), snillingur á hvers kyns
handverk, en sérlega ósýnt um búverk.