Saga - 1977, Page 90
84
BERGSTEINN JÓNSSON
í sömu viku „fórum við Sigurb. til kirkju; hún í fyrsta
sinni eftir b[arns] b[urð].“ — Hér vantar það eitt, að
tekið sé fram, hvort Sigurbjörg hafi verið leidd í kirkju.
En líklegt verður það að teljast, þó að sá siður væri þá
þegar á undanhaldi.
Mánudaginn í 25. viku vetrar „sendi eg Indriða eftir
hestum vestur [í Skagafjörð]. Á miðvikud. kom klerkur í
húsvitjan."
Síðustu viku vetrar var oft „norðan hríð, og sumardag-
inn fyrsta nær því stórhríð og hefur hlaðið niður miklum
snjó. Það sem af er þ.m. hefur ám verið gefið svo sem svar-
ar í hálfa aðra viku gjöf, en gemsum viku. Gestir hafa
komið síðan um nýár 200, þar af næturg. 42. Sjálfur hef
eg verið nætur annars staðar 2 síðan í haust fyrir vetur-
nætur, en Indriði 40 fyrir utan þær nætur sem hann var
í mannaskiptum.“
Um 1. viku sumars segir: „Á sunnud. kom Indriði að
vestan með Skjóna og brúna hryssu 8 vetra fyrir þá gráu.
— Dauð, köruð. — Á miðvikudaginn fór eg á stað með
gemsa mína fram í Mjóad. og var fjórar nætur í burtu,
eina á Mýri, 2 [í] Mjóad. [og] 1 á Stóruv[öllum]. Jóna
systir kom út eftir með mér. Á föstud., sem var bænadag-
urinn, var ég um kjurt í Mjóad.“
Hafi einhver batavon verið bundin við vistferli Jónu
frá Mjóadal að Jarlsstöðum, þá hefur hún brugðizt. Um
2. viku sumars segir Jón: „Hefur verið snjóasöm og að
öllu óskemmtin. J[óna] systir hefur legið hér í brjálsemi
síðan hún kom, sem sýndist þó áður vera að mestu jafngóð,
og hefur faðir minn verið hér á meðan rúma viku. Á þriðju-
daginn [í 3. v. s.] kom Ásm[undur á] Stóruv[öllum], og
var þá farið með hana.“
Þá segir í framhaldi af þessu um 3. vikuna: „Fyrsta ær-
in mín bar á föstud. Fór þá Indriði alfarinn í Ulfsbæ héð-
an, en Jón Guðnason í Litlutungu fór hingað til mín í stað-
inn.“