Saga - 1977, Page 93
PRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 87
það nálægt 100 hestum, sem ég á af útheyi með gömlu,
sem voru 30 til 40 baggar. — Kaupstaðarferð fór ég í 23.
viku. Eftir að eg kom heim gengu hríðar og snjór.“
Tvisvar komst Jón til kirkju þennan rigninga- og snjóa-
mánuð. Var greinilega auðveldara að koma slíkum ferðum
við frá Jarlsstöðum en Mjóadal.
1 október komu „nokkrir þurrkdagar og þiðnaði, en
strax aftur bleytuhríðar ... “ Hlóð þá niður miklum snjó,
„svo jarðillt varð.“ Seinasta dag sumars „gerði góða hláku,
en frysti aftur og gerði föl.“
1 25. viku sumars var Jón „litli“ Guðnason vinnupiltur
sendur eftir fiski „ofan í Hverfi“. Sjálfur fór Jón í 1. viku
vetrar „út í Grenjaðarstað eftir meðölum“ handa konu
sinni.
„Þegar 3 vikur voru af vetri gerði æðimikinn lognsnjó.
Fór eg þá að hýsa lömb og kenna þeim át, en þegar fjórar
voru af, fór eg að hára ám. Á föstudaginn fyrir aðventu
komu ásetningsmenn.“
Viku af desember „gjörði mikinn snjó og jarðleysu, svo
skepnur fóru alveg á gjöf. — Hesta tók ég í húsið þegar 7
vikur voru af vetri.“
Þrettán sinnum telur Jón sig hafa farið til kirkju árið
1863. Árinu lýkur hann með þessum orðum: „Á þessu ári
hef eg byggt lambhús og hlöðuholu við, en veggir vóru
gamlir að henni að mestu leyti. Tekur 45 bagga.“
Þá er komið að 12. ári dagbókarinnar, sem jafnframt
telst vera 30. aldursár höfundar, 6. hjúskaparár og 3. bú-
skaparár hans á Jarlsstöðum, — 1864.
Á nýársdag var Jón við messu. Framan af janúar komu
frostlinir dagar, og seig þá snjórinn svo, að upp kom
snöp. Höfðu ær þá „þriðjungs gjöf, þegar veður var gott,“
°g lömb fjórðapart. Um miðjan vetur hefur Jón gefið
þriðjung til helming heyja í hlöðum sínum og tóftum.
Síðari hluta mánaðarins var óstillt tíð, „oftast sunnan
og vestan stormar, og seinasta daginn gerði svo grófan
vestan byl, að hann drap fyrir mér 3 lömbin. Urðu þau átta