Saga - 1977, Page 94
88 BERGSTEINN JÓNSSON
úti um nótt, og setti bylurinn þau á tvístring austur um
alla heiði.“
Góa hófst með harðindum, þótt ekki væru alger jarð-
bönn, nema á heiðar- og fjallabæjum. 1 marz tók Jón alls
13 kindur af öðrum, 1 hest og lét auk þess frá sér hey.
Lestrarfélagið hefur nú tekið nýjan fjörkipp. Var fund-
ur haldinn í því miðvikudaginn „annan í gói“ á Halldórs-
stöðum, ,,og komum við allir sem í félaginu vorum, 12.
Var félagsbókum skipt í 3 staði, og skyldu fjórir vera um
hvem hluta.“
1 apríl var stillt tíð „oftast bjart veður og kjurrt með
sólbráð um daga, en frosti á nóttum, svo alls staðar fór að
koma upp góð jörð um sumarmál.“
1 maí var „stillt tíð, úrkomulítil og hvassviðralaus.“
Leysti þá snjó og jörð tók að lifna. Þrisvar þann mánuð
fór Jón til kirkju og var einu sinni til altaris. Á annan dag
hvítasunnu var bændafundur á Lundarbrekku, „og gekk
eg þar í jarðabótafélag og ásetningsfélag." Þriðjudaginn
í 5. viku sumars fór Jón fram í Mjóadal og rúði gemsa sína.
Þegar 4 vikur voru af var kýrin látin út, og mjólkaði hún
þá 6—7 potta á dag.
Það má hafa til marks um sparsemi Jarlsstaðahjóna,
að þetta árið keyptu þau einungis sitt hálfpundið af hvoru,
kaffi og sjókólaði, 6 pund af sykri og eina 5 potta af
brennivíni.
Vinnumaðurinn, Jón Guðnason, var ekki nema 16 ára,
enda fékk hann ekki nema 12rd í árslaun eða sama og Helga.
Þá er fjártal um fráfærur 1864:
Ær með kvígildi og tveimur leiguám og tveimur
sem hjúin eiga í kvíum ....................... 40
Gemlingar með einum, sem hjúin eiga............. 29
Sauðir með hrút ................................ 7
Lömb fráfærð með einu, sem hjúin eiga........... 37
113
Þá voru hross 3, kýr 1 og menn 7.