Saga - 1977, Page 95
PRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 89
Fráfærur voru föstudaginn í 9. viku sumars. Fyrir þær
var frostamikið, svo að kyrkingur kom í grasvöxt, en þá
tók við góð tíð og hlý, heldur þurr þó. — Á hreppamóti tók
Jón „bam af sveitinni“, Kr. Jónasson, og fékk strax tvær
ær í meðgjöf.
Þriðjudaginn í 16. viku sumars „komu góðir þurrkar
eftir þriggja vikna óþurrka.“ Sunnudaginn í 17. vikunni
var túnið alhirt. Voru þá komnir 55 baggar af töðu og 70
af útheyi. Þennan ágústmánuð var Anna Indriðadóttir frá
Mýri jörðuð, og komst Jón ekki í erfi hennar sökum hey-
anna. En næsta sunnudag, hinn 12. eftir trinitatis, var
hann grafarmaður „að greftrun Jóns Eiríkssonar frá
Hrappsstöðum ... “
Sunnudagana 11., 12., 15. og 18. eftir trinitatis var Jón
við kirkju. Óþurrkatíð var í september. Var seinast slegið
á Jarlsstöðum mánudaginn í 21. viku sumars, en hirt í 23.
vikunni. „Þann 26. og 27. [sept.] var svo mikið vatnsveð-
ur og mesti húsleki varð og fordjarfaðist hey í hlöðum.“
— Mánudaginn í 23. vikunni fór Jón í kaupstað.
„Til vetumátta seinasta sunnud. í sumri var góð tíð,
þíð sunnan átt, sem spilltist þá, svo að mátti fara að hýsa
og gefa sauðfé hér fyrir fannfergi.“
■ Talið til tíundar kýr 1, ær 20, sauðir tvæv. 4, gemlingar
18, hross 3. — Menn eru 7. Tíundin varð 7 hdr., en útsvar
98 fsk. — 12rd.
Matarbirgðir um vetumætur:
1. Kornmatur. Rúgur 2 t. 1 sk. Baunir 4 sk.
Grjón 6 sk. gjörir......................... 31 24
2. Kjöt. Sauðakjöt 21 lpd. 13 pd.; veturgamalt
15 lpd. 7 pd.; gamalær 10 pd............... 50 —
3. Sjómatur: Harður fiskur 1 vætt. 20 bönd .... 7 —
4. Slátur nálægt................................. 9 —
5. Skyr 5% tn. (4rd tunnan) .................... 22 —
6. Smjör, 6. 6 Ipd. utan tré.................... 24 —
Mjólkin úr kúnni kemur síðar til reiknings. — 3
pd. til jafnaðar af kind. — 34rd — Ærkjötiðá5 139 —