Saga - 1977, Page 97
FRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 91
tjtgjöld liðins reikningsárs töldust 216rd, en tekjur 187rd.
Mismunurinn, 29rd, bættist þá við gömlu skuldirnar, sem
voru 65I‘d. Þá metur Jón eignir sínar og telst þær 770rd
virði. Þegar hann svo dregur 94rd skuldina frá, reiknast
honum að hann eigi um fram skuldir 676rd.
Heyskapur hófst að vanda í júlí, eða mánudaginn í 12.
vikunni. Voru fyrst slegnir 20 baggar „í brekkunum ...
Annað ekld fyrir vallarslátt, sem byrjaði á fimmtud. í 14.
v., en hirt á þriðjud. í 15. og fengust 60 baggar.“
Tveir dagar gengu úr heyvinnu í 13. vikunni „fyrir hríð
og snjó.“ Kaupstaðarferðir voru farnar í 10. og 12. viku
og tvær kirkjuferðir í júní og júlí.
Sunnudaginn í 16. viku hófust óþurrkar, sem stóðu
hálfan mánuð. „Var eg þá búinn að fá um 44 bagga af
útheyi, en á föstud. í 19. v. 60 hesta ... Óþurrkar og
rigning byrjaði aftur á laugard. í 19. v., og héldust þeir í
tvær vikur.“
Sólskin og sunnanvindar „byrjuðust um göngur og héld-
ust haustið út að kalla. — Heyvinnu hætt á mánud. í 22.
[viku] og hefur heyjazt í bezta lagi.“ Voru útheyshestam-
ir 100 talsins.
Tíð var yfirleitt góð síðustu mánuði ársins 1865, þó að
smáköst gerði öðru hvoru. T.d. segir Jón: „Alla jólaföstu
hefur verið öndvegis tíð, oft sunnan þíðvindar. 1 níundu
viku urðu svo miklir vatnavextir og leysh.g, að meiri hefur
ekki orðið að sumarlagi. Fullorðnu fé hefur ekki verið gef-
ið enn nú til dráttar.“
Síðast afreka ársins nefnir Jón: „Á þessu ári hef ég
byggt fjóshlöðu, er tekur nær 80 böggum. —“
Þá er komið að 14. ári dagbókarinnar, 32. aldursári höf-
undar, 8. hjúskaparári og 5. búskaparári hans á Jarlsstöð-
um, 1866.
Það ár byrjaði með köldum mánuði og frostamiklum,
þótt oftar en hitt væri nokkur jörð, „því þó snjófall hafi
verið öðru hverju, þá hefur sunnan og vestan stormur
rennt honum.“ Hesta var farið að hýsa um þorrakomu, og