Saga - 1977, Page 98
92 BERGSTEINN JÓNSSON
lömb fengu frá nýári „frá fjórðaparti til þriðjungs
gjöf ...“
1 febrúar var tíð oftast harðneskjuleg og mikið léttang-
ur fyrir skepnur. „Hæringsjörð, og hafa ær haft hér úti
í góðu veðri allt að hálfri gjöf.“ — „I góulok fór eg að
gefa alveg inni, því þá dreif niður svo mikla fönn hér í
miðdalnum. Áður höfðu skepnur í góðu veðri hálfa gjöf
og meir, eftir hlákublota sem gerði í þriðju viku gói.“
Páskarnir hlupu apríl 1866, „og kom þá á sunnan með
þíðvindi eftir mánaðar innistöðu fyrir fé. En viku fyrir
sumar komu aftur norðan hríðar með mikilli snjókomu,
og stóð það áfelli í viku. En með sumrinu komu góðir þíð-
viðrisdagar til bænadaga, en þá kólnaði aftur.“
„Veðráttan í júní fór batnandi með fardögum og kom
sunnanátt, en þó heldur köld, og í 9. viku gjörði kuldahret,
svo fráfærur urðu viku seinni en venjulega, því veikindi
gengu þar á ofan.“
Júlí 1866 var alltilbreytingaríkur Jarlsstaðafólki. Þá
hófst að vanda heyskapur; en mánudaginn í 12. viku sum-
ars var farið í brúðkaup Kristjáns frá Mjóadal, bónda á
Birningsstöðum, og Guðrúnar Bjamadóttur frá Vöglum.
Má minna á, að Kristján mun einn hinna mörgu Mjóadals-
systkina eiga niðja hérlendis. — Þá fór Jón í 14. vikunni
upp í Mývatnssveit eftir silungi, og í 15. og 19. vikum fór
hann í kaupstað.
Um ágúst: „Tíðin hefur verið yfir það heila hin bezta
og hagkvæmasta. Túnið hirti ég á laugardag í 17. v. Var
eg þá búinn að fá 56 bagga, þar af áður ég byrjaði völl
44. Á föstudag í 19. búið að fá 60 hesta af útheyi.“
1 september sló í bakseglið. Þá „hirtist ekki hey fyrr
en þann 28. fyrir óþurrkum, og seinustu dagana voru svo
mikil vatnsveður og húsleki, að hey skemmdust í hlöðum.
En úr því komu sunnan vindar.“ Hætt var heyskap á Jarls-
stöðum þegar 21 vika var af, „en hirtist hálfum mánuði
seinna, og hefur heyjast líkt og í fyrra, en grasspretta
mun lakari.“ — Þetta sumar byggði Jón hesthús.