Saga - 1977, Page 100
94
BERGSTEINN JÓNSSON
betur, hátt á aðra tunnu af skyri, nær tveim vættum fisk
og viku af sumri hálftunna af spaði."
Þennan vetur óf Jón 100 álnir fyrir sig og sína, en 90
fyrir aðra. Á sama tíma var ágóði hans af bókbandi 8rd90sk.
1 maí var sífelld austanátt, „en þó úrkomulítið og frosta-
samt, svo jarðleysið og jökullinn er dæmafár um þennan
tíma ...“ I 4. viku sumars hlýnaði loks í veðri.
Veturinn 1866—67 kveðst Jón hafa „látið í burtu af heyi
nálægt vætt, en hef þó mátt kosta svo við ær, að þær hafa
liðið þar fyrir, fyrir utan skepnur, sem teknar hafa verið.“
1 júní viðraði bærilega, þótt lengst af væri helzti þurrt,
svo að stóð fyrir gróðri. Eftir fardaga „gengu sunnan
vindar og miklir vatnavextir. Á föstudag í 8. viku sumars
var fært frá, „almennt rúmri viku seinna en vanalega."
— Laugardaginn í 7. vikunni fór Jón á þing. Fimmtudag-
inn í 10. vikunni var hreppamót á Stóruvöllum.
1 júlí var löngum þurrviðrasamt með næturfrostum, svo
að gras spratt lítt. „Heyskap byrjaði eg á fimmtudag í 13.
viku í efri brekkum og fékk 30 bagga úr þeim eftir hálfa
aðra viku. Völl byrjaði eg á mánud. í 15. v. og var þá bú-
inn að fá rúma 50 bagga af laufi og mýrarheyi. Kaupstað-
arferð fór eg snemma í 16. v.“
Ágúst var votviðrasamur og einungis þurrkflæsur þrjá
staka daga. Hirtist túnið af þeim sökum ekki fyrr en á
Egedíusmessu á mánudag í 19. v. sumars. Höfðu þá fengizt
rúmir 60 hestar útheys.
Um september segir m.a. svo: „Þ. 1. á Ægedíus var bjart
veður og góður þurrkur, en kom aftur með bleytur, er héld-
ust fram að réttum. Fékk eg þá 60 bagga þurra og 20 eftir
göngur, en hætti heyskap hálfum mánuði eftir þær. Alls
fékk eg rúma 100 hesta af útheyi, en tæpa 60 bagga af
vellinum ...“
Til kirkju fór Jón 7., 11. og 13. sunnudaga eftir trinita-
tis.
Loks bar svo við sunnudaginn í 22. viku sumars 1867,