Saga - 1977, Page 101
FRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 95
sem var 22. sept., að þeim hjónum fæddist þriðja barnið.
„Nefnt Stefán, lifði aðeins 4 daga. Jarðsett 6. októb.“
Október 1867 hófst með hretviðrum, en síðan gerði þíð-
viðri og rauða jörð til vetumátta. „Byrjuðust þá frost
og snjóföl nokkurt."
1 nóvember var tíð „einstaklega þíð og blíð“. öðru hvoru
snjóaði að vísu ögn. Þann mánuð voru skepnur aldrei hýst-
ar. Þá skrapp Jón í Mjóadal og var þar fjórar nætur, og
þrjár nætur tók hann ferð í Grenjaðarstaði eftir meðulum
handa konu sinni. „En þann 23. fór eg upp að Mývatni
eftir silungi með Magnúsi á Hrappst[öðum] og keypti upp
á 3rd64sk og var 3 nætur í burtu.“
1 desember var enn veðurblíða, þótt oftar væri frost, en
jörð hélzt að mestu auð. „Ekki hýst, enn síður gefið eður
kennt lömbum át. En hýsa fór eg þau um leið og ær, þegar
brundtíð var komin. —
Hið 16. ár dagbókarinnar, 1868, er einnig Jarlsstaðaár.
Hefst það rétt eins og hinu næsta á undan lauk, „þíður og
blíður með rauðri jörð til þorrakomu. Spilltist þá heldur,
gjörði kulda og nokkurn snjó, svo þá var hér farið að
kenna lömbum át og enda farið að hára ám.“
1 marz 1868 var tíðarfar heldur vanstillt, og varð þá
víða „kort um jörð“. Þó fengu skepnur þriðjung til hálfa
gjöf. „Um miðgói blotnaði lítið, en þann 28. gjörði góða
hláku.“
Ekki voru bændur afhuga búnaðarbótum, þótt illa ár-
aði stundum. Hinn 14. marz 1868 héldu menn t.d. fund á
Hrappsstöðum „í þessari ásetningardeild áhrærandi bún-
aðarbetrun. —“
1 apríl 1868 var góð tíð „og að mestu rauð jörð í sveit-
um, svo skepnur" komust af án gjafar og voru ekki hýstar.
„Aftur spilltist með sumarkomunni, svo ær voru víðast
hvar hýstar.“
1 júní var tíðin „köld og þurrviðrasöm til fráfæma. Ur
því hlýindi og allgott grasveður. Fært frá á föstud. í 9. v.