Saga - 1977, Page 102
96
BERGSTEINN JÓNSSON
og lömbin rekin í vesturafrétt. Áttundu vikuna“ var kven-
maður frá Jarlsstöðum „í heiði. Grösin urðu nær 5% frð.“
Ekki voru það einu matvælaaðdrættirnir um þessar mund-
ir, því að miðvikudaginn í 9. vikunni fór Jón eftir silungi.
— Á hreppamóti föstudaginn í 8. vikunni taldi hann fram
„menn 6, kú 1, ær 34, sauði 12, gemlinga 22, hross 3.“
Heyannir hófust þessu sinni í 12. viku. Var túnið slegið
í 14. vikunni „og á laugard. í 15. hirt og þá búið að fá 28
bagga af útheyi.“
Að heyskap loknum taldi Jón sig hafa fengið 95 hesta
af útheyi. „Það sem það er minna en í fyrra, þá er taða
þeim mun ríflegri. Engið hér neðra á grundunum hefur
verið með betra móti ... Með fymingum hef eg ekki átt
annað eins af heyi.“
1 október 1868 varð ýmislegt frásagnarvert, þ. á m. tíð-
arfarið: „Til miðsmánaðar viðhélzt sama tíð. Þ. 10. gerði
mikið vestan veður, svo ég tapaði úr heyi rúmum bagga.
En þ. 14. kom hann með norðan stórhríð, er hélzt í 3 sól-
arhringa með svo miklu frosti að vötn lögðu. Fljótið lagði
hér, svo að það varð nær augalaust í miðdalnum, og hefur
slíkt ekki orðið í manna minni, sem nú lifa, viku fyrir
vetur. — Ekki fennti fé til stórskaða. Ég missti ekkert
í fönn og hef fengið allt af fjalli.“
Þá er komið að árinu 1869, og enn er aðalsögusvið Jarls-
staðir.
Allan marzmánuð til hins 21. stóðu skepnur við gjöf
því að bæði var jarðlaust og tíð óstillt. En „þá þiðnaði og
tók nokkuð meira af sólbráð.“
Um apríl 1869 segir svo, m.a.: „Lítil snöp síðan 21. marz,
en heljur og harðviðrisdagar, þar til seinasta sunnud. í
vetri hlýnaði í veðri og kom sólbráð og voru góðar kyrr-
ur.“
Vefnaður Jóns þennan vetur var alls 82 álnir.
Um maí 1869 segir: „Ur uppstigningardegi 8. þ.m. í 3.
v. s. gjörði ákaft áfelli með dæmafárri snjókomu. Hver vík
og fjörður fylltist hafís. Síðan hefur verið mánuðinn út