Saga - 1977, Page 104
98
BERGSTEINN JÓNSSON
og víðar. Ég missti í fönn 9 kindur; 4 komust úr fönn og
2 dauðar, því hláka kom viku síðar. Af fjalli vantar mig
2 fullorðnar og 2 lömb, en 3 af þeim heimt, — alls 7. En
8 lét ég í skuldir.“
Um nóv. 1869 segir m.a. svo: „Þegar vika var af vetri
hlóð niður mestu fönn; síðan gjörði smáblota tvisvar eða
þrisvar, svo jarðlaust varð að kalla fyrir skel og snjó-
dýpi. Suma dagana grimmasta frost.“
1 fyrstu viku jólaföstu kom hláka og tók nokkuð upp
af snjó. „En ekki notaðist sú jörð, sem þá kom upp, leng-
ur en í viku.“ Gerði þá bleytuhríð. „Þó var allgóð jörð
þar til í níundu viku v. að allt gaddaði, svo ekki varð nema
lítill svellhæringur. Oft hafa verið stormar og stórhríðar,
svo inni hefur staðið.“
Hið 18. ár dagbókarinnar var 36. aldursár höfundar, 12.
hjúskaparár hans og 9. búskaparár. Enn var verið á
Jarlsstöðum, og nú er ártalið orðið 1870.
Fram í miðjan janúar „var að kalla jarðlaust fyrir
áfrera og herzlu. Þó lét ég skepnur út þegar gott var veð-
ur. — Fyrir og um þorrakomu hlánaði eina þrjá daga og
frysti á milli, svo að kom upp góð jörð, er hélzt við mán-
uðinn út.“
„Viku fyrir sumar, á föstudaginn langa, gekk veðráttan
til meiri þíðu og sunnanáttar, svo að vötn fóru að leysa.
Lét eg þá fara með skepnur mínar fram í Mjóadal. Síð-
asta dag mánaðarins [apríl] var nær stórhríð ...“
Frá páskum og fram um skildaga var Jóna systir Jóns
á Jarlsstöðum. En í apríl voru næturgestir þar 20, og all-
an veturinn 1869—70 voru þeir 130. Sjálfur hafði Jón
á sama tíma verið 9 nætur að heiman. — Fimmtudaginn
eftir páska kom presturinn í húsvitjun að Jarlsstöðum.
Vorið 1870 var veðrátta yfirleitt heldur góð, þótt öðru
hvoru gerði smá hret. „Gróður er um sauðburð í betra lagi,
en sauðburðurinn hjá mér er viku seinni en venjulega.“
Geldfé var rúið á föstudag í 6. viku sumars.