Saga - 1977, Page 105
FRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 99
Miðvikudaginn í 5. viku sumars var þingað, og var þing-
gjald Jóns 7rd89sk. „Af þinginu fór ég alfarið fram í Mjóa-
dal"1)
Hér endurtekur sig sagan, þegar Jón fór að Jarlsstöð-
um. Hann fer fyrst að Jarlsstöðum, en síðan þaðan aftur,
án þess að hafa nokkru sinni í dagbók sinni drepið á, að
slíkt stæði til. Minnir það enn á, að Jón skrifaði dagbókina
fyrir sjálfan sig.
Tvo daga maímánaðar var Jón við kirkjugarðsbygg-
ingu, en seinasta dag þess mánaðar var hann við úttekt
á Jarlsstöðum.
Tekjur reikningsársins 1869—70 reyndust alls 264rd72sk.
en gjöld 235rd5sk. Mismunurinn varð þannig hagstæður,
svo að nam 29rd67sk.
Eignir sínar taldi Jón 845rd virði. Skuldir sínar taldi
hann 30rd og skuldlausa eign sína samkvæmt því 809rd.
Höfðu þær eftir því aukizt um 15rd frá fyrra árs reikningi.
Við þetta efnahagsyfirlit sitt bætir Jón: „1 reikningun-
um er ei talið það sem ég fékk með bami Jóns blinda
frænda míns, sem var 1 ær og sængurdýna, en sem kem-
ur þó inn í efnahaginn, en meðgjöfin að hinu var gefins.
Heyleifar á ég, þegar frá er tekið selt hey í vor, nálægt
30 böggum. Síðan á var sett hafa farizt 2 gemlingar og 1
hestur. Vorlömb sem ég á 53 með dilkum. Skepnur sem
ég hef tekið að mér til leigu eður láns er: 3 ær frá Guðm.
Stefánssyni;2) 9 ær í kvígildi; 5 ær sem Jóna systir á;
og 6 sem hjúin eiga. Alls eru þá ær 62, sauðir 3, sem Jóna
á og gemlingar 5 ... Til nytkunar eru 14 ær, sem Gísli
bróðir á og þrjár, sem faðir minn á. —“
1 júní 1870 voru miklar hlákur og sunnanátt í Mjóadal
til hins 9., en þá snerist veður til norðanáttar „með mikl-
um kulda og frosti, svo ekki þiðnaði um hádag. Seinast
]) Einkennt hér — B. J.
2) Bróðir Sigurbjargar, konu Jóns. Faðir Stephans skálds.