Saga - 1977, Page 108
102
BERGSTEINN JÓNSSON
Árið 1872 átti eftir að verða síðasta heila árið í Mjóa-
dal — og' á Islandi. Þá er dagbókarhöfundur á 38. aldurs-
ári, hjúskapur hans á 14., búskapur á 11. og dagbókin
á hinu 20.
Allört virðist hafa gengið á matar- og heyjaforða í Mjóa-
dal þennan vetur, enda gestagangur mikill. Urðu þeir
rúmlega 80 allan veturinn.
Um marz 1872 segir svo: „Jarðleysið er enn hið sama,
lítill hæringur hér, svo að skepnur hafa haft bragð úti svo
sem i/g gjöf þegar gott hefur verið veður, en það hefur nú
ekki gefizt nema 2 og 3 daga í senn. Hina tímana var hríð
eða renningur og með pálmadegi gekk í norðan hríðar,
sem héldust dag eftir dag mánuðinn út. Víða orðið heylaust
og fáir hér í sveit eður aungvir, sem geta heitið aflags-
færir. —“
Jafnt og þétt hafa nú hlaðizt upp forsendur þess, að
Jón og fólk hans afréð að kveðja ættland og óðal og halda
vestur um haf.
Um sumarmál eru matarbirgðir í Mjóadal aðeins orðn-
ar % tn. af spaði, kornmatur á sjöttu skeffu, 3 tunnur af
skyri og 1 vætt af fiski. — „Af heyi á eg tæpa 20 bagga
af útheyi og rúman 4 feðming af töðu. — Nær 100 fjár
komið hingað til hirðingar og lítillar hjúkrunar, flest úr
Jarlsst. og Jarlsst.seli. Mjög lítil jörð hér á frambæjum
og alls engin úti í dal. Einstaka dag klökknaði, en oftar
hríð eða renningur mánuðinn út.“
Þá segir svo um maí: „Loksins úr uppstigningardegi
hlánaði eður þ. 10., — en frost og kuldi og norðan hríð
kom þó upp aftur um hvítasunnuna, og ekki kom nema
lítil snöp sums staðar úti í dalnum, fyrr en aftur hlýnaði,
þegar 4ar vikur voru af sumri ...“
„Þ. 29. gjörði blindveðursbyl í sólarhring af norðri með
miklu veðri. 1 þeirri hríð hef eg tapað, sem eg veit fyrir
víst og ekki kom til rúnings, 2 gemlingum og nokkrum
lömbum, rúmlega 10 alls, um vorið. Rúningur og fráfær-