Saga - 1977, Page 110
104
BERGSTEINN JÓNSSON
hann í Bjarnastaði. Tók sú ferð alls þrjár nætur að heim-
an. En þá — líkast til á Bjarnastöðum — afréð Jón ferð
sína og sinna til Vesturheims.
Við kirkju var hann 5. sunnudag eftir páska og á upp-
stigningardag, en þá kvaddi Jón Austmann sóknarbörn
sín í Bárðardal1) — og heimasætan í Mjóadal, Helga Sig-
ríður, sem í fyllingu tímans varð brúður Stephans
frænda síns, var fermd.
Hinn 30. maí 1873 var Jón á sýslufundi á Ljósavatni,
og 16. júní fór hann til Akureyrar og var þá á Gránu-
fundi. 1 júnílok er eins og allt verði með nokkrum saknað-
arblæ, og þá skrapp Jón „upp að Mývatni." Enn er hann
þó svo mikill Bárðdælingur, að hann fer á trinitatis til
kirkju á Lundarbrekku, þegar sr. Gunnar Gunnarsson frá
Laufási tók við prestakallinu. Annað mál er það, að koma
sr. Gunnars þama var líkast því að standa upp og detta.
Hann dó 21. okt. 1873.
,,Um mánaðamótin maí og júní gjörði hríð og kulda.
Grasspretta er yfir það heila norðanl [ands] mjög léleg,
ormur víðast hvar í jörðu, og hefur hann sums staðar eyði-
lagt allan gróður á víði.“
Sjálfsagt hafa þessi atvik, sem nú var lýst, ekki dregið
úr vesturfararhug Jóns. En varla hefur hann þessa
daga verið í leit að lofsorðum um landið, sem hann var
í þann veginn að kveðja.
Hann lætur þess getið, að annir við útsölu búsins hafi
meinað sér að ganga frá venjulegum reikningum „yfir
búnað“. En fyrir sölur telur hann sig eiga skuldlaust 950rt
virði og auk þess hér um bil 70 hesta af heyi og eitthvað
af vöru.
Fyrri part júlímánaðar var kalt og oft „krepju hríð“.
Síðara hlutann var blíðara. „Veikindasamt og dó töluvert
J) Sr. Jón var þá að fara að Saurbæ í Eyjafirði, en þar var hann
prestur 1872—81.