Saga - 1977, Page 112
106
BEKGSTEINN JÓNSSON
Hinn 13. ágúst, mánuði eftir að farið var frá Mjóadal,
kom skipið til Liverpool (Líferpól á máli dagbókarinnar).
Áfram var haldið þaðan næsta dag, og voru farþegar þá
600 talsins. Hinn 15. hvarf Irland og þar með Evrópa
flestum í hinzta sinni. Þessa daga var oftast þurrt veður.
Þó var stöku sinnum rigning og þá oftast á vestan og
sunnan.
Dagana 16.—20. ágúst var siglt yfir „hið mikla Atlants-
haf“, og var alltaf mótvindur. Hinn 21. sáust hér og hvar
ísjakar og var furðu kalt. Þá voru tekin hjá mönnum
vegabréf (farseðlar?) sem þeir höfðu til Quebeck. Hinn
22. var siglt milli Labrador og Nýfundnalands, 23. inn
Lórensflóa og 24. upp Lórensfljót. Hinn 25. var komið til
Quebeck og haldið þaðan til Montreal. — Hinn 27. skildu
Islendingar í Toronto. Urðu þar eftir rúmlega 100 manns,
sem ætluðu til Ontario í Kanada, en minnihlutinn (þar
með Jón og hans fólk) tók aðra stefnu. Komst sá hópur
hinn 28. inn í Bandaríkin og hafði vagnaskipti í Detroit.
„29. á höfuðdaginn snemma morguns komust menn í lífs-
háska á járnbrautunum, þannig að okkar vagn bilaðist, en
á meðan að gjört var við hann, renndi annar vagn á hann
og braut tvo vagna í okkar lest. Við Islendingar vorum
í þeim vögnum. Komust sumir út áður en vagnarnir komu
saman,“ en meðal þeirra sem inni voru, var Sigurbjörg
kona Jóns. „Meiddist hún á höfði.“ Alls meiddust 5 eða 6
Islendingar eitthvað, en enginn lífshættulega. Nokkrir
farþegar biðu bana.
Þennan dag var komið að Michiganvatni og haldið yfir
það þegar um nóttina. Var komið til Milwaukee hinn 30.
Þar fundu komumenn fyrir landa, sem áður voru þangað
komnir, sama ár eða næstu ár á undan. Segir Jón innflytj-
endur hafa dvalizt þarna „verklausir að mestu“ í níu daga.
„Fyrstu nóttina rigndi mikið með miklum þrumugangi.
Áður höfðu gengið þurrviðri. Hiti er nógur.“
I september fannst Jóni veðrátta hagstæð. Kigndi þá í
hverri viku 1 eða 2 daga, en 2 eða 3 morgna var héla. Hinn