Saga - 1977, Page 113
FRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 107
8. sept. fluttist Jón ásamt nokkrum öðrum Islendingum 80
mílur vestar í Wisconsin til Norðmanna og settust þar að
um sinn, „fengum húsnæði og vinnu. Ég tók mér hús hjá
Börtel, en vinnu hjá Jermon Skale“ í Stoughton. Kaup
var greitt í hveiti, kartöflum, smjöri, fleski og kjöti. „10
til 12 dali fær maður hér hjá bændum um þennan tíma
fyrir mánuðinn.“
1 október var Jón oftast við plægingu eða að taka upp
jarðepli. Þar réðst Helga litla dóttir hans „til J. Skolens í
vinnumennsku yfir veturinn.“ — Á uppboði keypti Jón
ársgamlan kálf, en hafði síðan skipti á honum „fyrir
sauðkindur.“
Góð þótti Jóni tíðin þennan októbermánuð, „rigning
dag og dag, stöku sinnum frost á nóttum.“ 1 nóvember
varð að hætta plægingu „fyrir frostum og hríðum.“ Sner-
ust störf Jóns þá einkum að skepnuhirðingu, grjót- og við-
arakstur. Svipuðu máli gegndi í desember.
Frá komunni til Stoughton og til áramóta hafði Jón
keypt ýmiss konar búsáhöld, tæki og verkfæri „bæði fyrir
peninga og upp í kaup“ fyrir O^ðl1- [þ.e. $ 9.51]; klæði
fyrir alla fjölskylduna fyrir nær því 20d; matföng 28d10s;
olía 20s; tóbak fyrir ld75s. Alls nam þetta hér um bil 60d.
'Alls taldi Jón sig eiga um fyrstu áramót sín í Ameríku
í peningum, útistandandi skuldum heima á Islandi og
vestra, ýmiss konar munum, verkfærum, hirzlum og bók-
um, 358d. Er víst að fæstar íslenzku útflytjendafjölskyld-
urnar hafa átt við svo rúman hag að búa, þegar hafizt
var handa vestra.
Enn var þó eftir sú þraut óleyst að finna sér land til
þess að byggja og nema. Allt til þessa hafði hópurinn
varpað trausti sínu á Pál Þorláksson frá Stórutjörnum.
Hann hafði leyst allra vanda að því er séð varð, og hví
skyldi hann ekki hér eftir sem hingað til reynast þeim
vanda vaxinn að vera löndum sínum andlegur og verald-
legur forsjármaður í senn?