Saga - 1977, Page 117
SIGURJÖN EINARSSON
Að leiða konur í kirkju
Stutt samantekt um kirkjuleiðslu kvenna í
lúterskum sið á íslandi
Meðan íslendingar voru katólskir tíðkaðist auðvitað sá
siður „að leiða konur í kirkju", sem kallað var, en sú var
skoðun þeirrar tíðar manna, að hér væri um hreinsunarat-
höfn að ræða og átti siðurinn stoð sína í 3. bók Móse, 12.
kafla, en þar segir svo:
„Og Jahve talaði við Móse og sagði: Tala þú til Israels-
manna og seg: Þegar konan verður léttari og elur svein-
barn, þá skal hún vera óhrein sjö daga; skal hún vera ó-
hrein, eins og þá daga, sem hún er saurug af klæðaföll-
um. Og á áttunda degi skal umskera hold yfirhúðar hans.
En konan skal halda sér heima þrjátíu og þrjá daga, með-
an á blóðhreinsuninni stendur; hún skal ekkert heilagt
snerta og eigi inn í helgidóminn koma, unz hreinsunardag-
ar hennar eru úti. En ef hún elur meybarn, þá skal hún
vera óhrein hálfan mánuð, sem þá er hún er saurug af
klæðaföllum, og hún skal halda sér heima sextíu og sex
daga, meðan á blóðhreinsuninni stendur. En þegar hreins-
unardagar hennar eru úti, hvort heldur er fyrir son eða
dóttur, þá skal hún færa prestinum að dyrum samfunda-
tjaldsins sauðkind veturgamla í brennifórn og unga dúfu
eða turtildúfu í syndafórn; skal hann fram bera það fyrir
Jahve og friðþægja fyrir hana, og er hún þá hrein af blóð-
látum sínum.
Þessi eru ákvæðin um sængurkonuna, hvort heldur barn-
ið er sveinbam eða meybarn. En ef hún á ekki fyrir sauð-
kind, þá færi hún tvær turtildúfur og tvær ungar dúfur,