Saga - 1977, Qupperneq 119
AÐ LEIÐA KONUR í KIRKJU
113
sinn ávöxt“ og þess vegna þurfa „þau börn, sem felast í
Jesú Kristí hendur eftir hans eigin orðum, þau megi ekki
haldast að vera fordæmdar manneskjur í móðurlífi heldur
en börn Tsraelsfólks, sem dóu óumskorin innan þess átt-
unda dags hver vér höldum þó ekki fordæmd hafa verið.
Svo er og þetta huggun fyrir barnsmæðurnar, að þær
þurfa ekki þar fyrir að óttast, að þær heyri djöflinum til
(svo sem margir hafa meint hér til dags af sinni eigin
heimsku og vantrú). En þó að soddan manneskjur freist-
ist meir en aðrir menn, því djöfullinn leggur sig þar fast-
lega út fyrir og stundar þar eftir, að hann megi gjöra kven-
fólkinu þessa stétt leiða og hatursamlega fyrir hverja þær
þóknast þó guði allra mest, I. Tím., 2. Framar meir en þó
þær séu frjálsar frá Móses lögmáli, svo þær þurfi ekki að
breyta þar eftir og þurfa ekki að láta prestinn leiða sig,
þegar þær vilja í kirkjuna ganga eftir sinn bamsburð, þá
mega þær þó vera kyrrar heima, svo sem siður er til. En þó
sumar þurfi þess ekki við fyrir veikleikans sakir, þá skyldu
þær þó eigi að síður gjöra það sökum virðingar og hæ-
versku, svo engin þeirra sé öðrum til hneykslunar og ills
eftirdæmis og sjái illa fyrir sínum börnum“.2)
Af þessum orðum kirkjuskipunarinnar má ráða, að sið-
urinn skuli afleggjast, en konan njóta áfram þeirra rétt-
inda, sem hann veitti henni, og þegar talað er um „virð-
ingu, hæversku og hneykslan" þá er auðvitað átt við, að hér
sé aðeins verið að tala um giftar konur; öðrum konum
veitti kirkjan enga vörn í þessu tilliti, og gátu þær því
að vild sinni gengið um meðal fólks strax eftir barns-
burð.
Er ekki ólíklegt, að þessi stéttaskipting hafi orðið til þess
að siðurinn hélt áfram eftir siðaskipti, því „að mismunan
á að vera í milli ráðvandra og óráðvandra“, eins og Mar-
teinn Einarsson kemst að orði í Handbók sinni. Að svipaðri
niðurstöðu kemst Sjálandsbiskup árið 1580, þegar biskup-
2) DI,X., bls. 212—213.
8