Saga - 1977, Síða 124
118
SIGURJÓN EINARSSON
Mín kæi’a systir. Kom nú inn aftur í kristilega samkomu
til að fullgjöra það, sem kristinni kvinnu ber að gjöra hér
innan kirkju. Vor Drottinn Jesús sýni þér sína miskunn,
þínum manni og börnum, og öllum þeim, sem Guð óttast
að eilífu amen“.7)
Eins og sjá má af þessum orðum er hér um trúarlega
fyrirbæn að ræða, sem ekki gat orðið kveikja þeirrar and-
úðar, sem síðar varð á þessum sið.
En hvaðan hefur Marteinn fyrirmynd sína? Við athugun
kemur í ljós, að ritual hans er þýðing hins danska formála,
eins og hann varð í dönsku kirkjunni og eins og hann má
t.d. finna í Visitatsíubók Péturs Palladíusar. Sá er þó
munurinn, að Palladíus leyfir að konan leggi fórnargjöf á
altarið, þegar hún er leidd inn, en Handbók Marteins Ein-
arssonar gerir alls ekki ráð fyrir því, — og vísar því lengra
frá hinum katólska sið, en stendur nær kirkjuskipan Krist-
jáns III. frá 1537.
Palladíus, sem lætur fórnargjöfina haldast, sér sérstaka
ástæðu til að brýna fyrir prestum sínum að sýna konunni
því meiri alúð því fátækari sem hún er, því að hér sé ekki
flokkað eftir stétt né stöðu. Hér er flokkað eftir því sið-
ferðilega mati, sem konungur hefur lagt með siðabreyt-
ingu sinni og kirkjunni hefur verið falið að gæta.
I framhaldinu mætast þeir svo aftur, — Marteinn og
Palladíus, — því að eins og komið hefur fram, er hér ætíð
talað um dandi kvinnur, en nú voru fleiri konur en dandi
konur í ríkjum Danakonungs; þess vegna orðar Palladíus
það svo, að „skoger og skams folk skal sognepræst ikke
lede udi kirken“, og Marteinn Einarsson notar svipað orða-
lag og segir: „Lausar konur og allar þær, sem óráðvandar
eru skal presturinn ekki í kirkju leiða, því að djöfullinn
leiðir þær í sína kirkju, þar til þær betra sig, — og mis-
munan á að vera í milli ráðvandra og óráðvandra".
7) Handbók Marteins Einarssonar, Kaupmannahöfn 1555.