Saga - 1977, Page 125
AÐ LEIÐA KONUR í KIRKJU
119
Hér hefur nokkuð verið frá því greint hvernig, og í
hvaða tilgangi, kirkj uleiðslusiðurinn var upp tekinn í lút-
erska kirkju á Islandi, og þannig mun hann hafa haldist
næstu aldirnar.
Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup notar ritual Mar-
teins orðrétt í handbók þeirri, er hann lét prenta aftan við
Grallara sinn og út kom á Hólum árið 1594, en fellir þó
niður kaflann um lausakonur, og er sá kafli aldrei fram-
ar prentaður í handbókum fyrir íslenska presta. Sem
kunnugt er lagði Guðbrandur Þorláksson þær lóðir í kirkju-
siðum, sem ekki voru á land dregnar næstu tvær aldirnar,
svo að lengi bjó að fyrstu gerð. Snemma á síðari hluta
18. aldar eru þó til heimildir, sem benda til þess, að
ekki hafi þessi siður alltaf gengið snurðulaust, en þrátt
fyrir það mun kirkjuleiðslan hafa varað lengur hér en í
öðrum löndum Danakonungs.
Með konungsbréfi 22. nóvember 1754 er kirkjuleiðslan
aftekin bæði í Noregi og Danmörku og boðið, að prestarnir
skuli í lok ræðu sinnar á stólnum minnast konunnar á lík-
an hátt og er hún væri leidd í kirkju, þó, ef einhver kona
vildi láta leiða sig, sem venja hefði verið, skyldi presturinn
gera það. Konungsbréf þetta varð aldrei gildandi á Islandi,
en þó mun þessi venja hafa komist hér á smám saman á
19. öld.8)
Svo virðist, sem hér á landi, a.m.k. sums staðar, hafi sú
befð skapast, að hæpið þætti að leiða konur til kirkju, ef
grunur lék á, að barnið hefði komið undir, áður en hjóna-
vígsla fór fram. 1 þessa átt bendir konungsbréf 3. júní
1763, þar sem svo er kveðið á, að prestar eigi að leiða
konur til kirkju, þó að barnið hafi komið undir, áður en
konan giftist. Tilefni bréfsins var atburður, sem gerðist
í Skagafirði, að presturinn, séra Benedikt Pálsson í Mikla-
bæ, neitaði að leiða Helgu Jónsdóttur frá Litladal til kirkju,
af því að hún eignaðist barn 5 mánuðum eftir brúðkaups-
8) Jón Pétursson: Kirkjuréttur, Rvk 1890, bls. 131—132.