Saga - 1977, Síða 127
AÐ LEIÐA KONUR í KIRKJU
121
í kirkju, því að meðan þær voru „óleiddar" réðu þær sér
sjálfar og gátu vikið sér undan kvöðum bónda síns, sem
ekki hefur alltaf sýnt þeim þá nærgætni, sem Pétur Palla-
díus lagði svo ríka áherslu á og vikið var að fyrr í þessum
orðum. Til að fyrirbyggja það, að konan kæmi of
snemma til kirkjuleiðslu, átti hún að láta prestinn vita,
þegar hún kom til kirkju næst á eftir barnsburðinum og
geri hún það ekki sektast hún eða maður hennar.11)
Prestum bar svo nokkra þóknun fyrir kirkjuleiðsluna,
en t. d. samkvæmt tilkynningu um aukaverk presta 27.
jan. 1847 var hún 2 álnir; þá var greiðsla fyrir barnsskírn
3 álnir.12)
Það er því sennilega ekki fyrr en áhrifa upplýsingar-
stefnunnar fer að gæta, að sá siður vinnur á, að konur
eru ekki lengur leiddar í kirkjuna, heldur verður athöfnin
fólgin í því, að presturinn flytur fyrirbæn fyrir konunni
af predikunarstól í sóknarkirkju hennar, eins og síðar
varð venja meðan siður þessi hélst.
Þegar ný handbók kom út árið 1826, prentuð í Viðey og
gætti þar áhrifa Magnúsar Stephensens, sem kunnugt er,
þá voru í henni tvö ný form fyrir kirkjuleiðslu, sem nota
skyldi, eftir því hvort barnið var lifandi eða hafði dáið.
1 formálanum segir svo: „Þær kvinnur, sem barn alið
^afa, skulu, eftir fæðinguna, halda sig nokkrar vikur
heima, en síðan af prestinum innleiðast. Þær sem leiðast
1 kirkju, skulu áður gefa prestinum það til kynna og láta
nafn sitt innskrifa“.13)
Ávarp prestsins er nú miklu lengra en hið gamla ritual
Marteins biskups frá 1555, sem haldið hafði velli allt til
þessa; nú er orðskrúðið miklu meira, en áhersla er einkum
tógð á tvennt: 1 fyrsta lagi, hver sé skylda konunnar við
ai) Jón Pétursson: Kirkjuréttur, Rvík 1890, bls. 131.
12) Lovsamling for Island, XIII., 584.
ls) Handbók Presta, Videyar Klaustri, 1826.