Saga - 1977, Page 128
122
SIGUKJÓN EINARSSON
guð fyrir slíka náð, að barnið sé lifandi og rétt skapað, 1
öðru lagi, hver sé skyldan við barnið, og má þar þekkja
anda upplýsingarstefnunnar.
1 síðara forminu, sem nota skal, ef barnið hefur dáið,
er áhersla lögð á að hugga móðurina og benda henni á, að
barnið erfi eilíft líf, þótt dáið hafi óskírt; er þar komist svo
að orði, að „þótt nytsemi skírnarinnar sé mikil og ómiss-
andi til sáluhjálpar, samt er Guð þó ekki ætíð bundinn við
skírnina og þvílík sáluhjálpanneðöl, heldur frelsar hann
allteins án meðals, sem fyrir það“.
Þó að þetta form sé samið í anda uppýsingarstefnunnar,
endurspeglar það ekki síður tilveru karlmannasamfélags-
ins, þar sem föðurins er að litlu getið, og nú eru líka senn
þær blikur á lofti, að nýjar hugmyndir fá byr undir vængi,
og sú stéttarlega greining konunnar, sem siðurinn fól í sér,
verður þyrnir í augum nýrra hugmynda.
Sú var tíðin, að giftar konur skyldu sitja innar í kirkju
en ógiftar og þannig raðaði t.d. Pétur Palladíus til sætis
á þeim bekkjum, sem siðaskiptin innleiddu í kirkjurnar,
en sú uppröðun tók að ruglast á 19. öldinni, sennilega um
svipað leyti og halla tekur undan fæti með kirkjuleiðslu-
siðinn.
Það er því tilhlýðilegt að skjóta hér inn lýsingu þessa
siðar, eins og hann mun lengst hafa tíðkast í íslenskri
kirkju eftir siðaskipti, meðan hann var og hét. Það er
Englendingurinn Ebenezer Henderson, sem á ferðalagi sínu
um Norðurland árið 1814 er við messu hjá séra Sigurði
Árnasyni á Hálsi í Fnjóskadal, þegar Valgerður Indriða-
dóttir, kona Þorsteins hreppstjóra, síðar á Víðivöllum í
Fnjóskadal, er leidd í kirkju eftir að hafa alið tvo drengi;
segir Henderson svo frá í ferðabók sinni:
„Enda þótt rigning væri um morguninn, var samt kirkj-
an full. Eftir altarisþjónustuna fór presturinn til dyranna
og tók í höndina á konu, sem allan tímann hafði staðið fyr-
ir utan; leiddi hann hana til sætis hennar og gaf henni til-
hlýðilega áminningu um skyldur þær, er henni væru a