Saga - 1977, Síða 129
AÐ LEIÐA KONUR í KIRKJU
123
herðar lagðar fyrir þá gæsku guðs er henni hefði hlotnast
við barnsfæðingu, og hve áríðandi það væri, að hún legði
alúð við uppeldi þeirra tveggja ódauðlegu sálna, er nú
hefðu verið faldar hennar forsjá. Síðan bað hann fyrir
henni, las blessunarorðin og lauk þessari athöfn með því
að gefa henni hina postullegu kveðju".14)
Þegar prentuð er næsta handbók fyrir presta í Reykjavík
árið 1852, er notað sama form og í handbókinni frá 1826,
en þegar næsta handbók kemur út árið 1869, er athöfnin
stytt mjög mikið og gerð miklu einfaldari; þess er nú
sérstaklega getið, að ekki skipti máli í sambandi við kirkju-
leiðsluna, þótt barnið hafi komið undir, áður en konan
g'iftist, og í sambandi við sjálfa athöfnina, er komist svo
að orði:
„Óski konan þess, má presturinn, í stað kirkjuleiðslunn-
ar, minnast hennar af stól þann dag, sem hún í fyrsta sinn
eftir afstaðinn barnsburð kemur til kirkju, og biðja fyrir
henni sérstaklega í bæninni eftir predikun, áður en hann
les faðir vor. Það er nú orðið tíðkanlegra hér á landi, að
minnast kvenna af stól en að leiða þær í kirkju; en þó
eiga þær heimtingu á að vera leiddar í kirkju, ef þær
vilja það heldur. Ekki má leiða aðrar en eiginkonur í kirkju
eftir barnsburð né minnast annarra af stól“.
Sama form er prentað í handbókinni, sem gefin var út
árið 1879, en síðan ekki söguna meir. Þegar næsta hand-
bók kom út, árið 1910, er ekki minnst á kirkjuleiðslu
kvenna, og tveimur árum síðar, árið 1912, þegar dr. Einar
Arnórsson gefur út Islenskan kirkjurétt segir hann um
kirkjuleiðslu kvenna, að „sú athöfn er nú í því fólgin, að
Prestur biður fyrir konunni af prédikunarstóli í sóknar-
kirkju hennar, og aðeins eftir beiðni hennar“.15)
Þannig hafa ný viðhorf í guðfræði og breytt afstaða
til barneignar ógiftrar konu, valdið því, að margur leit á
14) Ferðabók Hendersons, Rvík 1957, bls. 80—81.
lj) Einar Arnórsson: Islenskur kirkjuréttur, Rvk 1912, bls. 147.