Saga - 1977, Page 132
126
SIGURÐUR RAGNARSSON
bætti 1907, eftir að hann varð fyrir meiðslum, sem að
sögn gerðu honum erfitt um vik að gegna embættisskyld-
um sínum. Það voru þó tæplega þessi meiðsli, sem réðu úr-
slitum um, að hann sótti um lausn frá embætti. Þar vógu
önnur atriði þyngra á metaskálunum. Einar Benediktsson
hafði um árabil fylgzt vel með tækniþróun samtímans, og
hann hafði glöggt auga fyrir nýjungum í þeim efnum og
hagnýtu gildi þeirra í samgöngum og framleiðslu. Til
marks um þetta má hafa afstöðu hans til útgerðar botn-
vörpunga, og samband hans við Marconifélagið, sem
miðaði að því að koma á loftskeytasambandi milli Islands
og umheimsins.3)
Nú var Einar hins vegar orðinn hugfanginn af nýrri
uppgötvun og þeim framtíðarmöguleikum, sem hún virtist
fela í sér. Þegar í kvæðunum „Aldamót" og „Minni Is-
lands“ hafði hann lofsungið fossa Islands og það afl og
auð, er þeir hefðu að geyma. Síðan hafði það svo gerzt, að
þeir Birkeland og Eyde fundu upp aðferð sína til að fram-
leiða köfnunarefnisáburð úr andrúmsloftinu.4) Fyrsta
verksmiðjan, sem stundaði slíka framleiðslu tók til starfa
á Notodden í Þelamörk í maí 1905. Einmitt um sama leyti
birti Einar kvæði sitt „Dettifoss“ í Skírni. Kvæðið orti
hann árið áður, er hann var á ferðalagi um Norðurland.
Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson hefur komizt svo
að orði um þetta kvæði: „Þar kemur skýrast fram í skáld-
skap hans hugmyndin um stórfellda fossavirkjun og á-
burðarvinnslu — en er þar hafin í æðra veldi mikillar
skáldsýnar og tengist einnig hugsýninni um einbeitingu
og alveldi andans, hugarvaldsins."5)
3) Heimir Þorleifsson: Saga íslenzkrar togaraútgerðar fram til
1917, bls. 22—23. Laust mál II, bls. 600—604, 613 og 623—625.
4) Kristian Birkeland (1867—1917) eðlisfræðingur og Sam Eyde
(1866—1940) verkfræðingur. Nánar um þá í Norsk biografisk
leksikon I, bls. 536—540 og III 614—619.
5) Laust mál, bls. 641—642.