Saga - 1977, Page 133
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 127
Einar Benediktsson hafði nú sett sér nýtt mark og mið.
Hin nýja hugsjón hans var fullmótuð. Hann dreymdi auð-
drauma íslenzku þjóðinni og sjálfum sér til handa, og leið-
in til að láta þá rætast var stórfenglegar verklegar fram-
kvæmdir í landinu. Hér átti að rísa á legg stóriðja, reist
á óþrotlegu fossafli landsins, sem yrði samkeppnisfær við
iðnað hinna kolaauðugu þjóða. Til slíkra stórframkvæmda
þurfti mikið fjármagn, og Einar hugðist nú einbeita sér
að því að veita því f jármagni inn í landið, t. d. með stofnun
hlutabanka, en einkum þó með stofnun hlutafélaga með
erlendu fjármagni, sem skyldu reisa hér orkuver og verk-
smiðjur. Þetta áhugamál hafði nú gagntekið hug Einars og
^éð án efa mestu um þá ákvörðun hans að láta af sýslu-
mannsembætti og setjast að erlendis. Má líta á ferð hans
til Noregs veturinn 1906—1907 sem fyrsta skrefið í við-
leitni hans til að vekja áhuga erlendra fjármálamanna á
vatnsorkulindum Islands.
Það virðist ljóst, að áform Einars Benediktssonar fengu
ullgóðar undirtektir í Noregi á árunum 1906—1908. Má
benda á tvennt því til skýringar. Áhugi á fossavirkjun-
um var gífurlegur í Noregi þessi árin, og stórfyrirtæki á
þessu sviði ýmist komin í gagnið eða þá komin á góðan rek-
sPöl. Jafnframt voru ýmis teikn á lofti, sem bentu til þess,
að yfirvöld hefðu í hyggju að þröngva kosti þeirra aðila,
sem voru að brjótast í því að kaupa upp vatnsréttindi,
reisa orkuver og iðjuver. Það er við þessar aðstæður, sem
Einar Benediktsson opnar norskum áhugaaðilum um fossa-
yirkjanir nýjan vettvang til athafna og umsvifa norður
a Islandi. Hér á landi var hægt að komast yfir verðmæt
vatnsréttindi á ódýran hátt, og ákvæði íslenzkra laga, þau
er lutu að fossvirkjunum og stóriðjurekstri, voru heldur
fátækleg, þrátt fyrir tilkomu fossalaganna. Var því útlit
fyrir, að fossafélögin myndu, a.m.k. um fyrirsjáanlega
framtíð, hafa tiltölulega frjálsar hendur um allar fram-
kvæmdir sínar hér á landi, ólíkt því, sem var að verða í
Noregi.