Saga - 1977, Page 134
128
SIGURÐUR RAGNARSSON
Eitt atriði til viðbótar mætti nefna til skýringar á þeim
árangri, sem Einar Benediktsson náði: Persónuleika hans
sjálfs, en Einari virðist hafa verið einkar lagið að vekja
áhuga viðmælenda sinna og viðsemjenda hverju sinni á
þeim áformum og fyrirtækjum, sem hann hafði á prjón-
unum.
II. Af stofnun fossafélagsins Gigant. Fossafélögin Skjálf-
andi og ísland og vatnsréttindi þeirra
Eins og vikið var að í fyrri hluta ritgerðar þessarar
komst Einar Benediktsson veturinn 1906—1907 í kynni
við H. E. Helliesen hæstaréttarlögmann í Kristianiu, sem
fékk honum nokkurt fé í hendur í því skyni, að hann
keypti eða leigði fossa hér á landi á vegum félags, sem
ætlunin var að stofna.1) Haustið 1907 var Einar á nýjan
leik staddur í Noregi.2) 1 för með honum var Guðmundur
Hlíðdal verkfræðingur, en samband hafði fyrir skömmu
tekizt milli þeirra. Tilgangur Noregsdvalarinnar var að
reyna að koma fótum undir félag, sem gert gæti hug-
myndir Einars um fossavirkjanir og stóriðju að veru-
leika. Viðræður þær, sem þeir félagar áttu við norska
kaupsýslu- og fjármálamenn, leiddu til þess, að stofnuð
voru í Kristianiu síðla árs 1907 tvö fossahlutafélög, Gigant
og Skjálfandi. Fyrrnefnda félagið var stofnað um Detti-
foss og aðra fossa í Jökulsá á Fjöllum, en hið síðarnefnda
um fossana í Skjálfandafljóti.
1 lok októbermánaðar 1907 fór Einar Benediktsson vest-
ur um haf. Tilgangur þessarar ferðar var að komast að
3) Laust mál, bls. 636 og Alþingistíðindi 1907 B, dálkur 1782.
2) Þegar annars er ekki getið, er í eftirfarandi kafla hvað athafnir
Einars Benediktssonar varðar, einkum stuðzt við Laust mál H>
bls. 643—647 og 650—651 og kafla XIX, XXI og XXIV í Minn-
ingar um Einar Benediktsson eftir Valgerði Benediktsson.