Saga - 1977, Page 135
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 129
samningum við Odd V. Sigurðsson um kaup á þeim vatns-
réttindum, m.a. í Dettifossi og Goðafossi, sem hann hafði
tryggt sér á árunum 1897—1898, en Oddur var nú búsettur
í Brooklyn í New York. Samningar tókust, og Oddur fram-
seldi Einari öll vatnsréttindi sín fyrir lágt verð. Fyrir
einhverja gráglettni örlaganna var kaupsamningurinn
undirritaður 22. nóvember 1907, sama daginn og konung-
ur staðfesti fossalögin.3)
Enda þótt stofnun fossafélagsins Skjálfandi væri sam-
þykkt haustið 1907, var ekki lögformlega frá henni gengið,
fyrr en sumarið 1908.4) Útskrift úr gerðabók félagsins
sýnir, að því var kosin bráðabirgðastjórn hinn 26. júní,
en lög þess endanlega samþykkt þremur dögum síðar. Sam-
kvæmt lögum þessum var heimili félagsins og varnarþing
í Kristianiu, en stjórn félagsins hafði fullt umboð til að
flytja heimili þess og varnarþing til Islands og láta skrá-
setj a það þar. Þessi fyrirvari hefur áreiðanlega verið sam-
þykktur með hliðsjón af ákvæðum fossalaganna.
Bráðabirgðastjórn Skjálfanda skipuðu eftirtaldir
rnenn: Einar Benediktsson, H. Gurstad skrifstofustjóri og
Sam Johnson lögmaður. Meðstjórnendur voru Thor Lútken
lögmaður, E. Holtermann verkfræðingur og K. Halverast
böndi. Elías Kiær heildsali var varamaður. Eggert Claes-
sen yfirdómslögmaður var lögfræðilegur ráðunautur fé-
lagsins og umboðsmaður þess á Islandi. Formaður félags-
stjórnar var kjörinn Sam Johnson.5)
Einar Benediktsson framseldi Skjálfanda réttindi þau,
er hann hafði keypt af Oddi V. Sigurðssyni. Þetta gerðist
13. desember 1907.6) Um sumarið 1908 eignaðist Skjálf-
dndi, ýmist með kaupum eða leigu, öll önnur vatnsrétt-
3) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa 1937, nr. 4328.
4) Ibid.
5) Ibid.
°) Ibid.
9