Saga - 1977, Síða 137
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
131
andi var gerður 22. ágúst, en Skjálfanda framseldur þessi
réttur 29. sama mánaðar.12) Einnig seldu eigendur og um-
ráðamenn jarða þeirra, er áttu Þingey og land austan
hennar, Guðmundi Hlíðdal öll vatnsréttindi sín með samn-
ingi dags. 23. ágúst. Var kaupverðið kr. 3500. Guðmundur
framseldi Skjálfanda þessi réttindi 29. ágúst. Hér var um
að ræða jarðirnar Einarsstaði, Fljótsbakka, Glaumbæjar-
sel, Fosssel og Hóla. Hlaut samningur þessi samþykki um-
ráðamanna tveggja kirkjujarða, sem hér áttu hlut að máli,
Helgastaða og Grenjaðarstaðar, að tilskilinni staðfestingu
kirkjustjórnar og stjórnarráðs.13) Þá er þess að geta
að jarðeigendur þeir, er hlut áttu að máli, veittu Sam
Johnson heimild til með samningi að nota Ljósavatn og
Djúpá til vatnsmiðlunar gegn fullum bótum vegna hugsan-
legs tjóns. Voru samningar þessa efnis undirritaðir að
Ljósavatni 22. og 26. ágúst, en Sam Johnson framseldi
Skjálfanda réttinn hinn 29. sama mánaðar. Þessir samn-
ingar tóku til jarðanna Stóru-Tjarna, Litlu-Tjarna, Vatns-
enda, Arnstapa, Ljósavatns og Kross.14) Verður ekki ann-
að séð en réttindaöflun þessi hafi gengið mjög greiðlega.
Það er einkum tvennt, sem greinir þessa samninga um
vatnsréttindi frá eldri samningum um sama efni. 1 eldri
sámningum ræðir undantekningarlaust um leigu, en nú
kaupir Skjálfandi vatnsréttindin af landeigendum, öllum
nema hinu opinbera, sem ekki er tilbúið til að selja, held-
Ur aðeins leigja þau réttindi, sem það á yfir að ráða. Hitt
atriðið, sem er nýtt borið saman við eldri samninga, er,
að allir seljendur áskilja sér bætur eftir samkomulagi eða
ttiati fyrir átroðning eða landspjöll, sem af framkvæmdum
kynnu að hljótast.15) Má hafa það til marks um skýrari
Vltund landeigenda um rétt sinn og hagsmuni. Þau gögn,
12) Ibid
13) Ibid.
14) Ibid.
16) Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917, bls. 51—52.