Saga - 1977, Síða 138
132
SIGURÐUR RAGNARSSON
sem hér er stuðzt við, veita takmarkaðar upplýsingar um
kaupverð framangreindra vatnsréttinda, en flest bendir
þó til, að það hafi ekki verið tiltakanlega hátt. Sam John-
son greindi frá því í bréfi til stjórnarráðsins, að Skjálfandi
hefði varið 36 þús. kr. samtals til að afla réttindanna og
til undirbúningsrannsókna.16) Rannsóknir þær, sem hér
um ræðir, innti Guðmundur Hlíðdal af hendi síðla hausts
1907 og sumarið 1908.17) Voru þær einkum fólgnar í hæð-
armælingum nokkurra fossa. Niðurstöður þessara athug-
ana leiddu í Ijós, að ekki mundi unnt að framleiða jafn-
mikla orku í Skjálfandafljóti og upphaflega hafði verið
gert ráð fyrir af aðstandendum fossafélagsins, sem þá
studdust við lýsingu Einars Benediktssonar á aðstæðum.18)
Af þessum sökum höfðu forvígismenn fossafélagsins hug
á að tryggja því umráð yfir fleiri fossum, sem virkja
mætti í tengslum við virkjun fossanna í Skjálfandafljóti.
Beindist athyglin einkum að Brúafossum í Laxá, en þeir
voru í eigu hins opinbera. Þeir Sam Johnson og Guðmund-
ur Hlíðdal gerðu nú félag við Pétur Jónsson á Gautlöndum
um að leita eftir umráðarétti yfir Brúafossum úr hendi
hins opinbera.19) Pétur var fulltrúi S-Þingeyinga á al-
þingi, en þar hafði hann setið frá 1894, og áhrifamaður,
bæði í landsmálum og ekki síður heima í héraði. Það nýja
félag, sem þannig var til stofnað, sendi haustið 1908 er-
indi til stjórnarráðsins um að fá að kaupa Brúafossa eða
þá að taka þá á leigu.
Haustið og veturinn 1908—1909 áttu sér stað allvíðtæk
bréfaskipti milli Skjálfanda eða fulltrúa þess annars veg-
ar og stjórnarráðsins hins vegar.20) Hófust þau með bréfi
10) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa. Dagb. 2, nr. 732.
17) TVFl 1917, Guðmundur Hlíðdal: Nokkrir fossar á Islandi, bls.
29 og áfram.
18) Laust mál, bls. 644—645.
10) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa 1937, nr. 4328.
20) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa Dagb. 2, nr. 732.