Saga - 1977, Page 139
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 138
Sam Johnson, sem dagsett var 6. september 1908. 1 bréfi
þessu rakti hann nokkuð áform félagsins og skýrði frá því,
að það hygðist nota afl fossanna til að reka „et tekno-
kemisk anlæg til kalksalpeterfabrikation." Það, sem
Skjálfandi nú fór fram á við stjómarráðið, var eftirfar-
andi: 1) að landstjórnin seldi eða leigði félaginu þann
helming Goðafoss, sem var í eigu landsins, en honum hafði
verið haldið eftir við sölu Rauðár árið áður í samræmi við
lögin frá 1905 um sölu þjóðjarða.
2) að kirkjustjórn og ráðherra samþykktu og staðfestu
samninga þá um Þingey og austurkvísl Skjálfandafljóts,
sem gerðir höfðu verið við ábúendur og hlotið samþykki
umráðamanna kirkjustaðanna tveggja, Helgastaða og
Grenjaðarstaðar.
3) að stjómarráðið staðfesti fyrir hönd jarðanna Litlu-
Tjarna og Vatnsenda, sem voru opinber eign, áðurnefnd-
an samning um vatnsmiðlun í Ljósavatni og Djúpá.
Sam Johnson vék að því í bréfinu, að bráðabirgðastjórn
félagsins væri eigi skipuð í samræmi við ákvæði fossalag-
unna, en kvað því mundu verða kippt í lag, undireins og
endanleg og jákvæð svör hefðu fengizt við málaleitunum
hans. 1 niðurlagi bréfsins gerði hann mikið úr þeim heilla-
vænlegu áhrifum, sem framkvæmdir félagsins myndu hafa
á allt atvinnulíf Islendinga. Bréfinu lauk með þessum orð-
: „Som runden af gammel god Islandsæt foler jeg per-
sonlig den inderligste glæde over at jeg ved min gjerning
i aktieselskabet Skjálfandi skal faa være med i det arbeide
der gennem en ny lys og energisk virkedag skal efter hund-
1-edeaars mareridttilstand reise Island op til styrke og rig-
dom i den fremtid som dets fortid fortjener.“21)
1 öðru bréfi, dagsettu 9. september, lagði Sam Johnson
~1) Sam Johnson var af íslenzkum ættum, bróðursonur hins víð-
kunna guðfræðings og kirkjuleiðtoga Gisle Johnson; sbr. Laust
mál, bls. 636, og Norsk biografisk leksikon VII, bls. 80—94.