Saga - 1977, Page 141
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 135
leitanir Sam Johnsons, sem greint var frá hér að framan,
að því tilskildu að fossafélagið Skjálfandi uppfyllti tiltek-
in skilyrði, sem vikið verður nánar að síðar.
Hinn 9. desember 1908 barst stjórnarráðinu bréf frá
þeim Sam Johnson og Guðmundi Hlíðdal.24) Þar báru
þeir fram formlega beiðni um að fá keypta eða leigða
„fyrir 100 ára tímabil hina svokölluðu Brúafossa í Laxá
með öllum tilheyrandi flúðum, sem tilheyra Grenjaðar-
staðar kirkjueign, og með 100 m breiðri landspildu beggja
megin árinnar svo langt sem flúðirnar ná fyrir 3000 —
þrjú þúsund — í eitt skipti fyrir öll eða fyrir 120 — eitt
hundrað og tuttugu — kr. árlega leigu.“ Með þessari
beiðni þeirra félaga fylgdu meðmæli og samþykki aðstoð-
arprestsins, séra Helga Hjálmarssonar, og séra Benedikts
Kristjánssonar prófasts, sem setti þó það skilyrði, að byrj-
að yrði á verkinu innan 3 ára. Þeir Guðmundur Hlíðdal
og Sam Johnson töldu öll tormerki á að uppfylla skilyrði
séra Benedikts, sakir þess að óvíst væri, hvort takast
mundi að afla hins nauðsynlega fjármagns til fram-
kvæmdanna á svo stuttum tíma. Staðhætti við Brúafossa
töldu þeir slíka, að þar yrði að gera talsverðar undirbún-
mgsrannsóknir, áður en ljóst gæti orðið, hverja virkjun-
armöguleika þeir hefðu upp á að bjóða. Þeir félagar tjáðu
sig þó fúsa til að greiða leigu eftir fossinn frá 1. janúar
1912 „hvis sporgsmaalet skulle være af særdeles betyd-
niag .. hvort sem framkvæmdir yrðu þá hafnar við
fossinn eða ekki.
Erindi þessu var einnig skotið til umsagnar kirkju-
stjórnarinnar. Svar biskups, sem nú var Þórhallur Bjarn-
ai'son, var dagsett 21. desember.25) Þar lét biskup í ljós
það álit, „að ekkert (væri) því til fyrirstöðu að félag, sem
fullnægir gildandi lagaákvæðum um notkun foss- og vatns-
ufls hér á landi, fái þennan umbeðna umráða- eða leigu-
24) Ibid.
25) Ibid.