Saga - 1977, Side 142
136
SIGURÐUR RAGNARSSON
rétt til 100 ára . ..“ Stjómarráðið tilkynnti þeim Guð-
mundi Hlíðdal og Sam Johnson samdægurs, að það væri
reiðubúið til að leigja þeim umbeðin vatnsréttindi ásamt
nauðsynlegum landsvæðum til 100 ára gegn 120 kr. árs-
leigu, sem reiknuð yrði frá 1. janúar 1912.26)
En fossahlutafélagið Skjálfandi hafði fleiri járn í eldin-
um en þau, sem hér hefur verið getið. Samkvæmt gerðabók
félagsins var á fundi þess hinn 14. október 1908 lögð fram
skýrsla frá Guðmundi Hlíðdal, dagsett 10. sama mánað-
ar.27) Þar gerði hann grein fyrir niðurstöðum af athug-
unum og mælingum, er hann hafði gert á Sogsfossum og
Gullfossi þá um sumarið. 1 leiðangri þessum aflaði Guð-
mundur Hlíðdal sér í eigin nafni vatnsréttinda þeirra, sem
fylgdu jörðunum Bíldsfelli, tílfljótsvatni, Efri-Brú og
Syðri-Brú (þ.e. sömu réttinda og Oddur V. Sigurðsson
hafði tekið á leigu á sínum tíma, en voru nú niður fallin).
Þetta gerðist með samningi, sem gerður var 13. september
1908.28) Leigutími var ótiltekinn, en leigan átti að vera
1500 kr. fyrstu 5 árin, þá 2250 kr. árlega í 10 ár, en það-
an af 3000 kr. árlega. Fullar bætur eftir samkomulagi eða
mati skyldu koma fyrir land allt, sem leigjandi þyrfti að
nota. Samkvæmt samningunum voru leigð öll vatnsréttindi
jarðanna með Sogsfossunum þremur, Ljósafossi, Irafossi
og Kistufossi, en eftirgjald átti að byrja að greiða áður
5 ár liðu ella félli samningurinn úr gildi.
Ekki er ófróðlegt að bera saman þessa samninga og
samninga Odds V. Sigurðssonar um sömu réttindi. Slíkur
samanburður leiðir í Ijós, að leigugjald það, sem landeig-
endur og umráðamenn jarðanna áskilja sér nú, er tals-
vert hærra en áður var og nú var ennfremur gert ráð fyrir
því, að leiga yrði greidd eftir tiltekinn árafjölda, hvort
sem framkvæmdir yrðu þá hafnar eða ekki að viðlögðum
2«) Ibid.
27) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa 1937, nr. 4328.
28) Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917, bls. 54.