Saga - 1977, Side 143
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
137
missi réttindanna. Samkvæmt eldri samningunum var ein-
ungis kveðið svo á, að leigutaki fyrirgerði rétti sínum, ef
framkvæmdir hæfust ekki innan tiltekins tíma. Sú skipan,
sem nú var upp tekin, bendir vissulega í þá átt, að tekju-
öflunarhlið málsins hafi verið eigendum og umráðamönn-
um jarðanna efst í huga.
Guðmundur Hlíðdal framseldi síðar fossafélaginu
Skjálfanda öll þessi réttindi sín með afsali, sem gefið var
út í Hamborg hinn 8. maí 1909.29) Þessum gjörningum
var þó ekki þinglýst fyrr en 1913, og ekki voru allar þær
heimildir, sem taldar voru hér að framan, tryggilega í
höndum félagsins, t.a.m. gildir það gagnvart jörðinni
Syðri-Brú, sem var kirkjujörð, en aldrei var leitað eftir
staðfestingu kirkjustjórnarinnar á umgetnum samn-
ingi.so) Að því er Guðmundur Hlíðdal hefur upplýst, var
það ekki hvað sízt fyrir áeggjan Hannesar Hafstein, að
Skjálfandi tryggði sér réttinn yfir Sogsfossunum.31)
Veturinn 1908—1909 gerðist það úti í Noregi, að hluta-
fé þeirra félaga, sem hugðust nýta íslenzku fossanna, var
aukið verulega.32) Þessi endurskipulagning leiddi til þess,
að stofnað var nýtt félag, fossahlutafélagið Island. Fossa-
hlutafélagið Skjálfandi var leyst upp, og urðu hluthafar
þóss aðilar að hinu nýja félagi. Formaður hins nýja félags
yar kjörinn Sam Johnson. Hann kom til Islands á nýjan
Jeik vorið 1909 (í apríl) og vakti hingaðkoma hans nokkr-
ar umræður í blöðum. Þjóðólfur birti frétt um heimsókn-
ina.33) Voru þar sögð nokkur deili á hinum erlenda gesti,
en jafnframt gerð stuttleg grein fyrir þeim iðnaðaráform-
Uln, sem væru á döfinni. Var frásögn blaðsins öll hin vin-
samlegasta, ekki sízt í garð Sam Johnsons sjálfs. Isafold
~°) Nefndarálit meirihluta fossanefndarinnar 1917, bls. XXXVI.
330) Ibid.
'3kv. frásögn Eðvarðs Árnasonar verkfræðings.
32) Laust mál bls. 650.
'3) Þjóðólfur, 16. apríl 1909.