Saga - 1977, Page 144
138
SIGURÐUR RAGNARSSON
fjallaði einnig um málið.34) Var það í fréttagrein undir
fyrirsögninni „Ný stórgróðalind. — Norskt milljónafélag."
Kvað þar mjög við sama tón og í áðurnefndri frétt Þjóö-
ólfs. Raunar hafði Sam Johnsons áður verið að góðu get-
ið í fsafold.3 5) Það var í frásögn blaðsins af umræðum
um sambandsmálið í danska stúdentafélaginu, en þar hafði
Johnson verið meðal þátttakenda og haldið fast fram mál-
stað Islands.
Áhrifa Einars Benediktssonar virðist hafa gætt miklu
minna í því nýja félagi, sem til varð eftir endurskipulagn-
inguna, enda leitaði hann brátt á ný mið, svo sem frá
verður skýrt hér á eftir. Þá virðast hafa risið einhverjar
ýfingar með honum og sumum fyrri samstarfsmönnum
hans í Noregi. Steingrímur J. Þorsteinsson greinir frá því,
að einn hluthafinn í Skjálfcinda, verkfræðingur að mennt,
hafi höf ðað mál gegn Einari á þeim forsendum, að hluthaf-
arnir hefðu verið tældir til þátttöku í félaginu með blekk-
ingum.36) Hafði hann þó ekki erindi sem erfiði af mála-
rekstri þessum. Þá greinir Þorleifur H. Bjarnason frá því
og vitnar um það til norska lögbirtingablaðsins, að Sam
Johnson hafi þar auglýst „þvingunaruppboð á 83 hlutum
á 250 kr. í hlutafélaginu Gigant ... til lúkningar láni að
upphæð c. 10000 kr., er Einar Ben. mun hafa slegið Samu-
el Johnson fyrir.“37) Fram kemur í frásögn Þorleifs, að
það var í september 1910, sem hann varð þessa áskynja.
Þau atvik, sem nú hafa verið rakin, renna nokkrum stoðum
undir þá skoðun, að afturkippur hafi komið í áætlanir Ein-
ars í Noregi vegna ósamkomulags og deilna eftir allvæn-
lega byrjun. Því hafi hann ákveðið að herja á nýjum slóð-
um. Um þetta er þó ekkert hægt að fullyrða í einstökum
atriðum, því að frekari upplýsingar skortir.
34) Isafold, 17. apríl 1909.
35) Isaifold, 11. nóv. 1908.
36) Laust mál, bls. 646.
37) Þorleifur H. Bjarnason: Ráðherradagar Björns Jónssonar, Tíma-
rit Máls og menningar 1975, 36. árg., 3.—4. hefti, bls. 344.