Saga - 1977, Page 146
140
SIGURÐUR RAGNARSSON
arinnar. Samningur þeirra Odds og Þorleifs hafði verið
fyrirfram innritaður í afsals- og veðmálabók Þingeyjar-
sýslu nr. 134 9. ágúst 1899 til þinglesturs á næsta mann-
talsþingi á Skinnastað. Hinn 18. febrúar 1909 barst stjórn-
arráðinu bréf frá Sturlu Jónssyni, kaupmanni í Reykja-
vík, þar sem hann fór þess á leit, að stjórnarráðið stað-
festi áður nefndan samning, sem fylgdi með bréfinu í eft-
irriti.5) Stjómarráðið sendi að venju biskupsembættinu
erindi þetta til umsagnar. Svar Þórhalls Bjamarsonar bisk-
ups barst stjórnarráðinu 3. marz.6) Biskup benti í svari
sínu á, að leigan eftir vatnsréttindin væri mjög lág, þar
sem Hafursstaðir væru aðeins 8 hundruð að dýrleika. Hann
taldi það þó ekki hafa neina úrslitaþýðingu, „þar sem ó-
beina gagnið verður miklu meira fyrir byggðina og land-
ið ef fyrirtækið lánast.“ Biskup áréttaði hins vegar, að
leigan væri „hlægilega lítil“, ef ekki yrði krafizt sér-
stakrar greiðslu „fyrir landsnot og grunnstæði.“ Einnig
taldi hann nauðsynlegt að setja í samninginn ákveðin tíma-
mörk, þegar byrjað skuli að nota fossinn.
Að fenginni álitsgerð biskupsembættisins sendi stjóm-
arráðið Sturlu Jónssyni hinn 26. marz svar við fyrr-
greindri málaleitan hans um staðfestingu leigusamnings-
ins.7) Var svarið á þá leið, að stjórnarráðið synjaði samn-
ingnum staðfestingar „eins og hann liggur fyrir“, en læt-
ur þess kost að staðfesta hann með ákveðnum skilyrðum,
sem nú skal greina: „Að leigutíminn sé ákveðinn 100 ár,
að ársleigan skuli goldin frá þeim tíma, er byrjað er á
mannvirkjum við fossana, en þó ekki síðar en frá 1. jan-
úar 1912, án tillits til þess, hvort þá er byrjað á mann-
virkjum eða ekki, og að sjálfsögðu verði að bera alla á-
byrgð á skaða þeim eða átroðningi, er leiða kynni af notk-
un vatnsaflsins fyrir landeigendur eða aðra.“
B) Atvinnmálaskrifstofa, Db. 2 nr. 849.
«) Ibid.
7) Ibid.