Saga - 1977, Page 148
142
SIGURÐUR RAGNARSSON
lögum þess. Steingrímur J. Þorsteinsson kemst svo að
orði um skýrslur þessar, að þær séu „einhver bezta heim-
ild, sem nú er til, um þann ævintýralega stórfengleik og
hrífandi sannfæringarkraft, sem verið gat yfir fyrirætlun-
um (Einars) og málflutningi og um það, hve ríkan þátt
skáldið í Einari átti í hinum fjarskalegu framkvæmda-
draumum hans."11) Verður naumast deilt um réttmæti
ofangreindra ályktunarorða. Hitt er svo annað mál, að
heimildarlaus birting skýrslnanna hér á landi í þýðingu,
sem að dómi Einars var hlutdræg og í sumum atriðum
beinlínis röng, átti drjúgan þátt í að móta í vitund margra
þá mynd af fésýslu- og athafnamanninum Einari Bene-
diktssyni, að þar færi fjárglæframaður og ótíndur brask-
ari. Efni skýrslnanna varð opinbert með þeim hætti, að
Jón Ólafsson ritstjóri birti kafla úr þeim í blaði sínu
ReykjavíJc með viðeigandi athugasemdum og útlegging-
um.12) Einnig voru þær gefnar út sérprentaðar. Einar
skrifaði svargrein við skrifum Jóns, og birtist hún bæði í
Isafold og Þjóðólfi.13) Er ljóst af heimildum, að skýrsl-
urnar höfðu þá verið í umferð manna á meðal í Reykjavík
um nokkurt skeið.14) Vakti mál þetta að sjálfsögðu gífur-
lega athygli og var mikið rætt, bæði manna á meðal og í
blöðum. Stafaði það ekki hvað sízt af því, að það tengdist
með nokkrum hætti þeim svæsnu stjórnmáladeilum, sem
uppi voru í landinu þessi misseri og áttu rót sína að rekja
til ýmissa stjórnarathafna Bjorns Jónssonar ráðherra,
ekki sízt varðandi bankamálið.15)
n) Laust mál, bls. 655.
12) Reykjavík, 15. september 1910.
13) Þjóðólfur, 16. september og Isafold, 17. september.
14) Þorleifur H. Bjarnason: Ráðherradagar Bjöms Jónssonar (II)>
TMM 1975, 3.-4., bls. 343.
1B) Af ritum, sem fjalla um atburði þessara missera, má nefna:
Stjórnarráð Islands, ævisögur þeirra Hannesar Hafstein og
Skúla Thoroddsens, 1 fótspor feðranna, sjálfsævisögu Sveins