Saga - 1977, Page 149
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
143
Ekki verður út í það farið hér að rekja nákvæmlega efn-
ið í skýrslum Einars, enda er meginhluti þess aðgengi-
legur á prenti.10) Þó verður ekki hjá því komizt að drepa
á nokkur atriði. Fyrsta skýrslan, sem stíluð var til stjórn-
enda The British North-Western Syndicate, hafði að geyma
ýmsar almennar upplýsingar um land og þjóð, auk þess
sem raktir voru ýmsir þeir möguleikar, sem stæðu erlendu
fjármagni til boða á Islandi. Kom höfundur víða við og
benti á ónýtta möguleika á sviði banka- og lánastarfsemi,
í samgöngum, fiskveiðum- og fiskverkun, í landbúnaði og
námagreftri, en ræddi að lokum um vatnsaflið og nýtingu
þess. Þar sagði m.a.: „Einn höfuðauður landsins er vatns-
aflið. Dettifoss — sem er eitthvert orkumesta fallvatn í
heimi og tekur þar langt fram öllum fossum Norðurálfu —
g'efur einn af sér 170.000 hestöfl samkvæmt mælingum
landsverkfræðings og myndi eftir virkjun framleiða um
720.000 hestöfl að því er þekktur norskur verkfræðingur á-
ætlar. Dettifoss er aðeins 30 mílur frá hafi og liggur í miðri
hásléttu, sem hallar jafnt til sjávar. Að öllu leyti, jafnvel
einnig að legu, tekur hann fram Rjukan, fossinum mikla
í Noregi miðjum, sem framleiðir nú kalksaltpétur í stór-
um stíl. Helzti sérfræðingur í N-Evrópu í þessum efnum
héfur metið Dettifoss á 900.000 sterlingspund ... Ég hef
hugsað mér, að vatnsorkan yrði aðallega notuð til að fram-
leiða kalksaltpétur og önnur köfnunarefnissambönd .. .17)
Virkjun Dettifoss myndi kosta um 3.000.000 £ og er þá
uieð talin járnbraut upp að fossinum og hafnarbreyting-
ar ... Tekjurnar af þessu myndu nema um 1.000.000 £
á ári ..
Björnssonar og greinargerð Þorleifs H. Bjarnasonar, sem áður
var vitnað til.
lc) Laust mál, bls. 411—438.
17) Þorleifur H. Bjarnason talar í þessu sambandi um „himin-
mykju“, op. cit. bls. 344.