Saga - 1977, Page 150
144
SIGURÐUR RAGNARSSON
The British North-Western Syndicate átti að gefast
kostur á að kaupa helming hlutabréfa í fossafélaginu
Gigaint fyrir 7500 £.
Með skýrslunum þremur fylgdu þrjár álitsgerðir, sem
samdar voru af mönnum sem hver mátti kallast sérfróður
á sínu sviði. Hin ítarlegasta af þessum álitsgerðum fjall-
aði um vatnsorku og hagnýtingu hennar og þá sérstaklega
um virkjun Dettifoss og þá stóriðju, sem hugsanlega mætti
koma á laggirnar í tengslum við slíka virkjun. Var í álits-
gerðinni bent á ýmsa möguleika á nýtingu orkunnar, t.d.
til málmbræðslu eða til ýmiss konar rafefnaiðnaðar, en
slíkur iðnaður hefði á síðari árum risið á legg í Noregi og
víðar í tengslum við vatnsaflsvirkjanir. Einkum telur
höfundur álitsgerðarinnar þó framleiðslu köfnunarefnis-
áburðar álitlega og gróðavænlega. Sérfræðingur sá, sem
samdi nefnda álitsgerð, var hreint ekki af verri endanum.
Það var Fredrik Hiorth (1851—1923), kunnur norskur
verkfræðingur og iðnrekandi. Hiorth stofnaði og stjórn-
aði ýmsum félögum og fyrirtækjum, t.d. Kvæmer Brug,
A/S Tyssefaldene, A/S Vamma Fossekompani, A/S Rjuk-
an og A/S Aurlandsfaldene. Þá gegndi hann ýmsum opin-
berum trúnaðarstörfum, t.d. var hann um skeið formaður
í Den polytekniske Forening.18) Þarf engum blöðum um
það að fletta, að Einari hlýtur að hafa verið verulegur
styrkur að því að njóta atbeina og aðstoðar Hiorths um
mál sín.19)
Til viðbótar álitsgerð Hiorths fylgdi skýrslunum önn-
ur greinargerð, sem að nokkru leyti laut að sama máli, þ.e-
virkjun Dettifoss til stóriðju. Það var greinargerð Mr.
!8) Félag áhugamanna um tæknileg málefni, sem lét mikið til sín
taka með útgáfustarfsemi, umræðufundum og ýmiss konar
rannsóknum.
19) Sjá nánar um F. Hiorth í Norsk biografisk leksikon, VI. bindi,
bls. 118—120.