Saga - 1977, Side 153
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 147
man of considerable means.“ Auk Claessens lýsti Bjöm
Sigurðsson, bankastjóri Landsbanka Islands, sig samþykk-
an því, sem sagði í „meðmælabréfinu“, og staðfesti það á-
lit með undirskrift sinni. Ef marka má frásögn Þorleifs
H. Bjarnasonar munu þó ekki allir hafa verið jafnfúsir að
votta allt það, er í ofangreindu bréfi sagði.23)
Félagið The British North-Westem Syndicate var stofn-
að á breiðum grundvelli eins og sjá má af því, sem rakið
hefur verið hér að framan. Lögðu ýmsir fjársterkir menn
fram fé til þess. Helztur þeirra var F. L. Rawson, sem kom
til Islands sumarið 1910 og dvaldist hér lengi sumars.
,,Var hann mjög sérkennilegur maður og að sumu leyti
skyld manngerð Einari: annars vegar fésýslu- og f járafla-
maður og svo trú- og dulhyggjumaður, var „christian
scientist .. ,“24) Rawson sat ekki auðum höndum, með-
an hann dvaldist hér. ísafold birti við hann alllangt við-
tal undir fyrirsögninni „Mikilsvirtur fjármálamaður.“25)
Þar var Rawson kynntur sem „mannvirkjafræðingur“ og
hann sagður „riðinn við mörg mikilsháttar atvinnufélög á
Bretlandi, er ráðunautur þeirra og í mjög miklu áliti í
verzlunar- og iðnaðarheiminum brezka ...“. Var í viðtali
þessu rætt um ýmsa framtíðarmöguleika Islands almenn-
um orðum. Þá var frá því greint í Isafold hinn 17. sept-
ember í grein undir fyrirsögninni „Peningamálanefndin“,
uð nefndin hefði átt fundi með Mr. Rawson. Nefndin
useddi raunar við fleiri aðila um peningamál landsins, því
uð frá því var skýrt í Isafold hinn 1. október, að hún hefði
einnig átt viðræður við Brillouin, konsúl Frakka í Reykja-
vík, og tvo sérstaklega kosna fulltrúa fyrir félagið Sam-
vinnubanki íslenzkra fasteigna, sem var félag nokkurra
manna sem stofnað hafði verið til að vinna að stofnun hins
svokallaða „franska banka“. Fulltráar félags þessa í við-
23) TMM 1975, 3.-4., bls. 343.
24> Laust mál, bls. 654—655.
2r’) Isafold, 3, september 1910.