Saga - 1977, Page 155
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 149
haft talsvert fjármagn undir höndum, en fremur lítið
varð þó úr framkvæmdum af þess hálfu. Þó reisti dóttur-
félag þess, The North-Western Trading Company stórt
vöruhús í Reykjavík, en það brann til ösku í eldsvoðanum
mikla í Reykjavík í apríl 1915, um það bil er reksturinn
var að hefjast.30)
Þá er að víkja að öðrum félögum tengdum The British
North-Western Syndicate. 1 skyndiheimsókn til Islands
síðla vetrar 1910 (22.—27. marz) átti Einar viðræður við
Björn Jónsson ráðherra og einnig við ýmsa embættis-,
stjórnmála- og kaupsýslumenn.31) Efst á baugi í þessum
viðræðum var hugmyndin um stofnun banka til að efla
viðskiptalíf og bæta úr peningavandræðum landsins. Voru
fyrirætlanir þessar um bankastofnun kynntar í Þjóðólfi,
og mælti blaðið með þeim.32) Niðurstaða þessara umleit-
ana virðist hafa orðið sú, að landsstjómin gaf Einari og
samstarfsaðilum hans ákveðin fyrirheit um heimild til
bankastofnunar hér á landi.33) Var gert ráð fyrir, að
bankinn yrði stofnaður á vegum The Industrial and En-
gineering Trust Ltd., en aðild að því félagi áttu að sögn
Einars „many of the strongest financial people in the City
of London“.34) Var félag þetta eins konar „móðurfélag“
The British North-Western Syndicate.
Á fundi, sem haldinn var í Kristianiu hinn 25. júlí 1911,
var stofnað enn eitt dótturfélag samlagsins. Það var
Aktieselskabet Pluto Limited.35) Einar Benediktsson sat
30) Laust mál, bls. 658—659.
31) Þjóðólfur, 23. marz og 1. apríl. Laust mál, bls. 427—428 og
653—654.
32) Þjóðólfur, 1. apríl.
33) Þetta kemur fram í einni af áðurnefndmn skýrslum Einars.
34) Ibid.
35) Höf. hefur í fórum sínum afrit af fundargerð stofnfundar
félagsins, svo og af lögum þess og samningi, sem gerður var
milli þess og móðurfélagsins, um að Phito yfirtæki ýmsar eign-
ir, ítök og réttindi hins síðarnefnda hér á landi.