Saga - 1977, Side 156
150
SIGURÐUR RAGNARSSON
fund þennan fyrir samlagið með fullu umboði. Auk hans
sátu fundinn sex aðrir menn nafngreindir. Þeir voru allir
norskir. Af þeim má nefna Fredrik Hiorth, sem getið var
hér að framan, son hans, Albert Hiorth, sem einnig var
verkfræðingur að mennt og þegar á þessum tíma kunnur
sem uppfinningamaður og frammámaður í norskum iðn-
aði, og síðast en ekki sízt Sigurd Kloumann forstjóra og
mannvirkjafræðing. Hann var um þessar mundir forstjóri
fyrir Norsk Kraftaktieselskab og A/S De norske Saltpeter-
verker, sem um haustið 1911 sameinuðust Norsk Hydro,
en hafði fyrst getið sér frægðarorð, þegar hann í samvinnu
við Sam Eyde stóð fyrir virkjunarframkvæmdum Norsk
Hydro við Rjukan, en fyrsta aflstöðin þar (Vemork) tók
einmitt til starfa 1911.36) Það kemur fram af þeim gögn-
um, sem fyrir liggja, að Fredrik Hiorth hefur verið aðal-
tengiliður Einars, og hinir Norðmennirnir taka þátt í
stofnun félagsins fyrir hans atbeina. Hlutafé félagsins var
ákveðið 100 þús. £. Af því taldist The British North-West-
ern Syndicate eiga 98 þús. £, og fólst hlutafjárframlag þess
í eignum þeim og ítökum, sem það átti hér á landi og nú
runnu til Pluto samkvæmt samningi félaganna. Framlag
norsku hluthafanna var aðeins 2 þús. £, og lagði Fredrik
Hiorth fram meirihluta þess. Stjórn hlutafélagsins Pluto
var skipuð þremur mönnum. Var Fredrik Hiorth formað-
ur, en aðrir í stjórn voru þeir Sigurd Kloumann og E.
Wettre konsúll. Átti félagið að hafa aðalaðsetur í Kristi-
aniu. Megintilgangurinn með félagsstofnun þessari var að
rannsaka og hagnýta málma og verðmæt jarðefni hér á
landi í tengslum við vatnsvirkjanir. 1 samningi þeim milli
félaganna, sem áður var nefndur, var gert ráð fyrir því,
að Pluto myndi við fyrstu hentugleika senda einn eða
fleiri sérfræðinga til Islands til athugana og sýnatöku,
38) Sjá nánar um Albert Hiorth og Sigurd Kloumann í Norsk bio-
grafisk leksikon, Hiorth í VI. bindi, bls. 120, og Kloumann í VII.
bindi, bls. 417—419.