Saga - 1977, Page 160
154
SIGURÐUR RAGNARSSON
hans til skiptameðferðar.46) Hvað sem því líður var sam-
lag-inu ekki formlega slitið, því að ljóst er af gögnum, að
í marz 1920 fékk Einar Benediktsson fullt umboð frá fé-
laginu til að vera fulltrúi þess á Islandi.47) Hér var um
að ræða almennt umboð, en í umboðsskjalinu, sem staðfest
er með undirskriftum stjórnarmanna og innsigli félagsins,
er sérstaklega vikið að ráðstöfun á eignarhluta samlagsins
í Bræðratungueigninni.48) Hið endanlega „dánarvottorð“
var ekki gefið út fyrr en 1931, þegar eftirgrennslanir
Companies Registration Office í London um starfsemi fé-
lagsins leiddu ekki til neinna andsvara af þess hálfu.49)
Meginskýringin á því, að svo lítið varð úr framkvæmd-
um af hálfu samlagsins, er þó áreiðanlega sú, að margt
af því, sem Einar hafði vakið máls á og félagið haft á
prjónunum, var óraunhæft, og litlar sem engar forsendur
til að hrinda því í framkvæmd, þegar til kastanna kom.
Einar Benediktsson aflaði sér raunar fleiri sambanda
í London en þeirra, sem þegar hefur verið getið. Honum
tókst m.a. að vekja áhuga Mr. Alfred E. Barton á fyrir-
ætlunum sínum. Mr. Barton var allumsvifamikill iðnrek-
andi og kaupsýslumaður í London. Hann sendi fulltrúa
sinn, Mr. John Collison Hailey, til Islands síðari hluta
vetrar 1911 til að athuga staðháttu og sendi síðan hinn
20. marz umsókn til stjómarráðsins um sérleyfi (kon-
cession) til að mega eignast fossa og notkunarrétt á þeim
ásamt löndum þeim, er þeir eru í, á grundvelli fossalag-
anna frá 1907.50) 1 umsókn Mr. Bartons kom fram, að
hann hugðist „kaupa af félaginu Gigant öll fossaréttindi
félagsins á Islandi, þ. á m. sérstaklega öll réttindi þess yfh'
46) Ráðherradagar, bls. 344.
47) Staðfest eftirrit af umboðinu í fórum höf.
48) Útgáfu umboðs þessa ber upp á þann tíma, er Einar var að
undirbúa búferlaflutninga til London þriðja sinni, sbr. Laust
mál, bls. 677—678.
49) Bréf þar að lútandi í fórum höf.
50) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 3, nr. 606.