Saga - 1977, Page 162
156
SIGURÐUR RAGNARSSON
lenzku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, þar sem
þess var farið á leit, að skrifstofan aflaði upplýsinga um
Alfred Barton.53) Stjórnardeildin sneri sér til danska ut-
anríkisráðuneytisins, sem vísaði málinu til dönsku aðal-
ræðismannsskrifstofunnar í London. Hinn 24. marz barst
stjórnarráðinu síðan svohljóðandi skeyti frá Kaupmanna-
höfn: „London Konsulatet rapporterer Barton finansagent
og selskabsgrunder, længe etableret direktor adskillige sel-
skaber ansees respektabel opfylder forpligtelser finansi-
elt velanset betydelig indflydelse paa storre kapitaler kon-
sulatet dog ikke erfaret hans forbindelse med saa stor for-
retning som omtelegraferet“.54)
Ennfremur leituðu bæði Landsbanki Islands og Islands-
banki upplýsinga um Mr. Alfred Barton hjá viðskiptasam-
böndum sínum í Bretlandi, og voru svör þau, er bárust,
m.a. frá London City and Midland Bank Ltd. mjög á sömu
leið.55)
Að fengnum þessum upplýsingum svaraði stjómarráðið
með bréfi dags. 24. marz málaleitan Mr. Haileys frá 20.
s. mán.56) 1 bréfi þessu skýrði stjórnarráðið svo frá, að
það myndi leggja til við konung að Mr. Alfred E. Barton
eða félagi, er hann kynni að stofna, yrði veitt umbeðið
leyfi samkvæmt fossalögunum. Leyfið átti að veita til 99
ára, en að auki yrði það bundið þeim skilyrðum, að fossaflið
yrði notað til fulls eða a. m. k. meginaflið í fossinum, að
hagnýting aflsins byrjaði innan 6 ára og notkuninni yrði
haldið áfram allan leyfistímann.
Ekki verður annað sagt en stjómarráðið hafi brugðið
við skjótt í þessu máli, og var greinilega ekkert hik á
mönnum þar að veita hið umbeðna leyfi eins og málin
stóðu, en af hálfu stjómarráðsins sáu landritari, Klemens
B3) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 3 nr. 506.
B4) Ibid.
BB) Ibid.
56) Ibid.