Saga - 1977, Page 164
158
SIGURÐUR RAGNARSSON
á afstöðu stjórnvalda í þessu efni haustið 1908, þegar
mál fossafélagsins Skjálfanda komu til kasta stjórnarráðs-
ins, en niðurstaða stjórnarráðsins í því máli varð stefnu-
markandi fyrir afgreiðslu hliðstæðra mála næsta áratug-
inn.
Eins og getið var hér að framan gaf stjómarráðið þess
kost í bréfi til Eggerts Claessens hinn 10. október 1908 að
staðfesta fyrir sitt leyti tiltekna leigu- og kaupsamninga
um vatnsréttindi nokkurra jarða, sem voru í opinberri
eigu. Þessi staðfesting var þó bundin þeim skilyrðum, er
nú skal greina. Stjómarráðið krafðist þess, að félagið
Skjálfandi yrði „endelig konstitueret paa en saadan maade
at det fyldestgjor de gjældende lovbestemmelser om be-
nyttelse av vandfald og vandkraft".1)
1 framhaldi af þessu barst stjórnarráðinu fyrir milli-
göngu Eggerts Claessen bréf frá Sam Johnson. Var bréf
þetta dagsett í Kristianiu hinn 16. nóvember.2) Þar var
frá því greint, að fossafélagið Skjálfandi hefði nú uppfyllt
skilyrði stjórnarráðsins, þar sem það væri nú orðið „et
islandsk selskab med firma og værnething paa Island og
2 af direktionens medlemmer bosatte samme steds. Frem-
deles at som islandske direktionsmedlemmer er valgte
d’herrer bankkasserer Halldór Jónsson og overretssagfor-
er Eggert Claessen, begge bosatte i Reykjavík, samt ende-
ligt at sidstnævnte direktionsmedlem er bemyndiget til at
indregistrere firmaet paa Island“. Þessu til sönnunar fylgdi
með bréfinu útskrift úr gerðabók félagsins frá fundi þess
14. október.3) Einnig var frá því skýrt í bréfinu, að hluta-
fé félagsins væri nú 66 þúsund, sem skiptist á 132 hluta-
bréf hvert að verðgildi kr. 500. Auk Islendinganna tveggja
sat Sam Johnson í stjórninni, og var hann formaður henn-
ar. Svar stjórnarráðsins við bréfi Sam Johnsons er dag-
!) Þjóðskjalasafn, Atvinnnmálaskrifstofa, Db. 2, nr. 732.
2) Stjórnarráð 1937, nr. 4328.
3) Ibid.