Saga - 1977, Síða 165
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
159
sett 5. marz 1909, og var það sent Eggert Claessen.4) Þar
kom fram, að stjórnarráðið treysti sér ekki enn til að
staðfesta hina umræddu samninga, og var Eggert Claessen
tjáð sú afstaða svofelldum orðum: skal yður sem
umboðsmanni nefnds félags hérmeð tjáð, að áður en hinn
umræddi endanlegi samningur verður út gefinn og hið
endanlega samþykki veitt, setur stjórnarráðið til að úti-
loka efa um heimilisfang félagsins það skilyrði, að lögum
þess verði breytt þannig ^ð það sé berum orðum fram
tekið að félagið hafi hér heimilisfang, sbr. 1. gr. laga nr.
55, 22. nóv. 1907 og að hluthafafundir félagsins skuli
haldnir hér á landi“. Bréf þetta var undirritað af Hannesi
Hafstein ráðherra. Alþingi hafði að vísu samþykkt van-
traust á ráðherra hinn 23. febrúar, en nýr ráðherra hafði
ekki enn verið útnefndur. Það gerðist ekki fyrr en 31.
ttuirz, þegar Björn Jónsson tók við embætti.5)
Augljóst er, að bréf þetta er annaðhvort samið af Hann-
esi sjálfum eða þá samkvæmt hans fyrirsögn, enda um að
i’æða ákveðna túlkun á því, hvernig framkvæma skyldi
fossalögin, lagabálk, sem Hannes hafði sjálfur beitt sér
tyrir að settur væri. Virðist eðlilegt að túlka bréfið svo,
uð ráðherra hafi óskað skýrra ákvæða í þessu efni til þess
að tryggja að fossalögin hefðu raunhæft gildi og næðu
þeim tilgangi, sem þeim var ætlað að þjóna. Ekki er þó
hægt að svara því með neinni vissu, hvað fyrir Hannesi
Hafstein hefur vakað, því að þetta voru síðustu afskipti
hans af málinu. Það kom í hlut eftirmanns hans, Björns
Jónssonar, að ráða því til lykta.
Sam Johnson svaraði stjórnarráðinu fyrir hönd Skjálf-
anda með bréfi dagsettu 14. apríl 1909.°) Þar upplýsti
hann, að í samræmi við ósk stjórnarráðsins hefði verið
>>tilf0iet ordet „hjemsted" i § 1 foran ordene „kontor og
4> Ibid.
^ Stjórnarráð Islands I, bls. 130.
> Stjórnarráð 1937, nr. 4328.