Saga - 1977, Page 168
162
SIGURÐUR RAGNARSSON
þess máls, sem tekizt var á um: Hvaða aðilar áttu
samkvæmt gildandi landslögum að geta öðlazt um-
ráð yfir íslenzkum fossum og fallvötnum án sérstakr-
ar leyfisveitingar? Markmið fossalaganna var skýrt.
Þau miðuðu að því, að einungis íslenzk félög nytu slíks
réttar. Það vakti svo aftur upp spurninguna um það, hvað
væri íslenzkt félag? Lögin skilgreindu það að vísu nánar,
en mundi formleg uppfylling þeirra ákvæða ein sér duga
til að lögin gegndu því hlutverki, sem þeim var ætlað?
Ljóst er af framansögðu, að stjómarráðið hafði í upphafi
uppi ítrustu túlkun á ákvæðum fossalaganna varðandi það,
hvaða skilyrði félög yrðu að uppfylla til að geta talizt ís-
lenzk. Þegar það hins vegar stóð frammi fyrir lítt dulinni
hótun um, að ekkert mundi geta orðið úr framkvæmd-
um, ef slíkum kröfum yrði haldið til streitu, féll það frá
þeim. Með þeirri ákvörðun sinni að viðurkenna félögin
Skjálfanda og Gigant sem íslenzk félög í skilningi fossa-
laganna voru stjórnvöld í raun búin að marka ákveðna
stefnu, sem þau fylgdu upp frá því. Má að því leyti líta
á viðskipti þessara tveggja félaga við hið opinbera sem
dæmigerð og stefnumarkandi, að viðskipti þess við önnur
fossafélög síðar urðu með svipuðum hætti.
1 framhaldi af því, sem rakið hefur verið hér að fram-
an um kaup og leigu á fossum og vatnsréttindum í Þing-
eyjarsýslu, má draga upp eftirfarandi mynd af þróun
þessara mála almennt hér á landi áratuginn 1907—1917:
Það eru einstakir menn, undantekningarlítið innlendir,
sem standa í því að kaupa eða taka á leigu fossa og önnur
vatnsréttindi af fyrri umráðamönnum, þ.e. viðkomandi
landeigendum. 1 sumum tilvikum starfa menn þessir á
eigin spýtur, en oftast starfa þeir beint eða óbeint á veg-
um einhverra fossahlutafélaga, sem eru íslenzk að nafn-
inu til, en lúta í reynd yfirráðum erlendra fjármagnseig-
enda. Fossafélögin og umboðsmenn þeirra njóta í mörgum
tilvikum sérstaks atbeina áhrifamanna heima í héraði.
Hér að framan var getið aðildar Péturs Jónssonar á Gaut-