Saga - 1977, Page 169
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 168
löndum að starfsemi Skjálfanda í Þingeyjarsýslu, og fleiri
dæmi um þetta verða rakin hér á eftir. Stundum er það
jafnvel svo, að sjálfir héraðshöfðingjarnir eru hvað at-
hafnasamastir við fossakaupin. Annað atriði, sem einkenn-
ir alla framvindu mála, er einkar girnilegt til fróðleiks. Ég
á hér við þann hlut, sem landsstjórnin og opinberir aðilar
yfirleitt áttu að þessum málum. Þegar fossafélögin og
umboðsmenn þeirra voru að bjástra við að komast yfir
fossa og önnur vatnsréttindi, gat ekki hjá því farið, að
þessir aðilar kæmust í snertingu við stjórnvöld hér á
landi, af þeirri einföldu ástæðu, að mjög margar jarðir
voru á þessum tíma í eigu opinberra aðila (kirkju- og
þjóðjarðir), en vatnsföll og fossar í landi margra þeirra.
1 öllum slíkum tilvikum þurfti að koma til samþykki
stjórnarráðsins, áður en fossafélögin eða umboðsmenn
þeirra gætu öðlazt endanlegan umráðarétt yfir umrædd-
ura vatnsréttindum.
Einstök kaup og leigur, sem um var samið, voru yfir-
leitt liður í viðleitni til að safna sem flestum fossum og
sem mestum réttindum á eina hendi. Síðan var ætlunin að
^eyna að vekja áhuga erlendra fjármagnsaðila á þessum
afllindum og nýtingu þeirra, fá slíka aðila til að leggja
fram fé til kaupa á fallvötnunum, til rannsókna á þeim og
til byggingar orku- og iðjuvera. Fóru sumir hinna íslenzku
erindreka ekki dult með, að þeir ætluðu sér mikinn hlut
sem samstarfsmenn og umboðsmenn hinna erlendu aðila,
enda þótt þeir legðu að sjálfsögðu megináherzlu á að
reyna að sýna mönnum fram á, hve heilladrjúgt og fram-
faravænlegt það væri landi og lýð, ef hinar stórbrotnu fyr-
irætlanir þeirra kæmust í framkvæmd.
Islenzk stjórnvöld gátu vegna allra aðstæðna í landinu
engan veginn vikizt undan því að marka sér stefnu í þessu
efni, og það gerðist líka þegar við upphaf tímabilsins. Það
sýndi sig, að stjórnvöld létu sér í reynd nægja að fossa-
félögin kölluðu sig íslenzk félög og hefðu heimili, skrif-
stofu og varnarþing á Islandi. Einnig var staðið fast á